Vissirðu að meltingin er með sína eigin stjórnstöð og sitt eigið taugakerfi, þarmataugakerfi?
Læknar lýsa ferlinu oft þannig að stjórnstöð þessi gefi tilskipanir um framleiðslu hormóns, stjórnun vöðvasamdrátta og sendir jafnvel skilaboð til heilans um að hætta að borða. Þessi næma stjórnstöð finnur þegar við erum stressuð, sendir skilaboð til kerfisins sem bregst við með samdrætti og verkjum í maga m.a. Við höfum tilhneigingu til að hugsa eingöngu um magann þegar við hugsum um meltinguna, en meltingarkerfið samanstendur af fjölda líffæra sem vinna saman að því að framkvæma meltingarferlið. Meltingarfærin eru munnur, munnvatnskirtlar, háls, vélinda, magi, gallblaðra, lifur, bris, smáþarmar, stórþarmar og endaþarmur.[1]
Lífstíllsfulltrúinn
Það virðist sem áhrif lífsstíls hafi oft verið hunsuð í gegnum tíðina þegar kemur að greiningu sjúkdóma í meltingunni. Þá reynir á að maður sé sinn eigin fulltrúi, viti hvernig hægt er að hafa áhrif á heilsu og þekki hvað gerir gott og hvað ekki. Fæða og lífsstíll hefur áhrif og er ánægjulegt til þess að vita að læknavísindin hafa verið að taka þau meira inn síðustu ár bæði með tilliti til meðferða og rannsókna, en áfram er mörgu ósvarað í þeim efnum. Það er því mikilvægt að setja lífsstílsfulltrúa inn í stjórnstöð meltingarinnar.
Næringarfulltrúinn
En það er ekki bara lífsstílsfulltrúi sem er mikilvægur heldur þarf öflugan næringarfulltrúa þarna inn því næringin er mjög áhrifamikil þegar kemur að meltingu og heilsu almennt. Fullorðinn ristill inniheldur um það bil 500g af innihaldi (hálft kíló), af því eru mest bakteríur og svo eru 100g af innihaldinu tæmd á dag sem hægðir. Segja má að samkeppni ríki hjá bakteríum í meltingunni sem hefur áhrif á hvernig tekst til að framleiða þau efni sem þarf til að hámarka framlegð hennar.[2]
Uppspretta
Að þessu sögðu má vera ljóst hve heilsa og heilbrigði er mikið í okkar eigin höndum. Hreyfing, matarræði, andleg og líkamleg heilsa er það sem við hjá Eylíf setjum samasem merki við og leggjum okkur fram við að vera ein af uppsprettum þeirra sem vilja lifa heilbrigðu lífi. Við veljum 100% náttúruleg, hrein efni sem valda nánast aldrei ofnæmi heldur stuðla að betri heilsu og næringu. Vörurnar okkar halda engin aukaefni heldur bjóðum við upp á hrein íslensk gæðahráefni, efni sem eru vísindalega rannsökuð og virkni þeirra staðfest að stuðli að heilbrigði og velsæld.
Heilsan er dýmætust segjum við hjá Eylíf og þykir okkur fátt eins mikilvægt og að halda meltingunni og þarmaflórunni í góðu lagi þar sem hún spilar lykilhlutverk í andlegri og líkamlegri heilsu. Eylíf býður upp á tvær vörur sem eru sérstaklega ætlaðar fyrir meltinguna, það eru Stronger LIVER og Happier GUTS.
Happier GUTS inniheldur fjögur íslensk gæðahráefni eins og kítósan, kalkþörungana, kísilinn frá GeoSilica og fjallagrös. Öll þessi efni hafa staðfesta verkun með rannsóknum og við styrkjum blönduna með meltingarensýmum, C vítamíni, og snefilefnunum, sinki, króm og joði.
Stronger LIVER inniheldur einnig fjögur íslensk gæðahráefni ss. kítósan, kalkþörungana, kísilinn frá GeoSilica og ætihvönn sem hefur verið notuð við meltingatruflunum frá örófi alda. Við styrkjum blönduna með kólín, mjólkurþistli og C vítamíni, sem einnig hafa þekkt áhrif til hins betra á meltinguna. Kólín hefur samþykkta heilsufullyrðingu frá Evrópsku matvælaöryggisstofnunni (EFSA) um að stuðla að eðlilegri starfsemi lifrar.
Heimilidir:
[1] https://www.northshoregastro.org/2020/09/11/fun-facts-about-your-digestive-system/
[2]Michael A. Conlon, Anthony R. Bird. The Impact of Diet and Lifestyle on Gut Microbiota and Human Health. Nutrients 2015, 7(1), 17-44; https://doi.org/10.3390/nu7010017


