Skip to main content

Hamingjusöm sál í hraustum líkama í góðu jafnvægi.

Við getum flest verið sammála um að heilbrigð sál í hraustum líkama sé það sem við sækjumst eftir. Hinsvegar eru misjafnar skoðanir á því, hvað þarf til að svo verði.
Sumir stunda líkamsrækt af kappi og finna sig á þeim vettvangi – efla heilsu, orku og þol – á meðan aðrir stunda andlegri líkamsrækt og uppgötva sinn innri styrk og vellíðan út frá því. Svefninn er og verður alltaf einn af lykilþáttunum til að öðlast heilbrigði á sál og líkama og eru sérfræðingar enn frekar að styðja það með mikilvægum svefnrannsóknum.

Hvort sem er, þá eru aðferðir okkar hvers og eins til velsældar og heilbrigðis þær réttu fyrir okkur. Það hentar sem betur fer ekki öllum að gera það sama. Ekki frekar en þau bætiefni sem við tökum inn til að styðja við heilsu okkar.

Ef við stöndum frammi fyrir heilsutengdum áskorunum af einhverju tagi er gott til þess að vita að rannsóknir tengdar uppbyggjandi næringarefnum liggja fyrir og sanna, svo ekki verður um villst, að virkni þeirra stuðlar að betri líðan og heilsu. Fjölmörg þessara efna eru í hafinu við Ísland, í vatninu okkar og öðrum náttúrulegum næringjagjöfum.

Ef við tökum dæmi um næringu úr hafinu, þá er vísindalega sannað að kalkþörungar hér við land styrkja myndun beinvefjarins og stuðla þannig að sterkari beinum. Einnig hafa þeir áhrif á öll liðamót og ef meltingin er eitthvað að hrjá þig þá er mælt með inntöku efna sem unnin eru úr þessum kalkþörungum.

Þá eru ensím úr íslenskri rækjuskel einstaklega vinnusöm. Þau binda neikvæða fitu og varna því að hún fari út í blóðrásina og styðja það mikilvæga ferli sem meltingin er en hún spilar lykilhlutverk í andlegri og líkamlegri heilsu.

Það eru þessi náttúrulegu efni sem við hjá Eylíf veljum að vinna með. Efni sem stuðla að betri heilsu og næringu. Efni sem eru vísindalega rannsökuð og virkni þeirra staðfest að stuðli að heilbrigði og velsæld. Þau eru 100% náttúruleg, hrein og eru 100% náttúruleg, hrein og valda nánast aldrei ofnæmi.

Eylíf vörurnar innihalda engin aukaefni og eru hreinu íslensku gæðahráefnin í aðalhlutverki, við styrkjum blöndurnar með ýmsum vítamínum til að innihaldefnin nýtist sem best. 

Hér er hægt að skoða vörurnar frá Eylíf  

Leave a Reply