Það var heiður að fá að kynna Eylíf heilsuvörurnar stuttlega fyrir Joyce Murray, sjávarútvegsráðherra Kanada á dögunum. Hún var í heimsókn hjá íslenska Sjávarklasanum að kynna sér hugmyndafræðina og fyrirtækin sem hér starfa.
Að því tilefni fékk hún að gjöf, Eylíf vörurnar, frá Ólöfu Rún Tryggvadóttur, stofnanda Eylífar.
Sjá hér nánar fréttatilkynninguna frá Sjávarklasanum:
Sjávarútvegsráðherra Kanada, Joyce Murray, heimsækir Íslenska Sjávarklasann þann 4. apríl. Hún kemur til með að kynna sér þá bláu nýsköpun og sjálfbærni sem á sér stað hér á landi. Það er okkur mikill heiður að taka á móti ráðherranum og kynna fyrir henni þá miklu frumkvöðlastarfsemi sem á sér stað í Íslenska Sjávarklasanum.
