Skip to main content

Eylíf heilsuvörurnar voru valdar af Sjávarklasanum sem “Mest spennandi verkefni ársins 2022” ásamt ellefu öðrum sprotafyrirtækjum.

Hægt er að skoða færsluna og hvaða önnur fyrirtæki voru valiin hér:

Þór Sigfússon, stofnandi og forstjóri Sjávarklasans birti á sinni Facebook síðu 29.desember 2021 eftirfarandi: “Ég óska þessum tólf bláu frumkvöðlafyrirtækjumtil hamingju með að vera valin af Sjávarklasanum sem mest spennandi verkefnin á árinu 2022”

Eylíf.is Sprotafyrirtækið Eylíf hefur vakið athygli fyrir fjölbreytta vörulínu af íslenskum náttúruefnum. Viðtökur innlendra neytenda hafa farið langt fram úr væntingum og það er án efa besta vísbendingin um tækifærin í útrás.

Taramar.is Taramar vörur byggja á áralöngum rannsóknum og þróun húðvara úr íslenskum náttúruefnum. Fyrirtækið er með einkaleyfisvarna vöru sem nýtur vaxandi vinsælda utan Íslands.

Hefringmarine.com Nýsköpunarfyrirtækið Hefring þróar búnað sem ráðleggur skipstjórum hve hratt eigi að sigla miðað við aðstæður. Viðtökur erlendis hafa verið afar góðar.

Responsiblefoods.is Fyrirtækið Responsible Foods kynnti á árinu heilsusamlegt snakk sem unnið er úr íslensku hráefni. Miklar væntingar eru um að vörulína fyrirtækisins veki áhuga á hraðvaxandi markaði á þessu sviði.

Ankeri.net Ankeri hefur þróað hugbúnað sem tvinnar saman hagsmuni eigenda og leigjenda skipa með bættri upplýsingagjöf, betri orkunýtingu og minni útblæstri skipaflotans. Þannig leggur Ankeri sitt af mörkum í grænni þróun og orkuskiptum heimsflotans.

Optitog.com Fyrirtækið Optitog hefur þróað umhverfisvænan og byltingarkenndan búnað til veiða sem skemmir ekki hafsbotninn og dregur úr eldsneytisnotkun við veiðar. Tímamótatækni sem getur stórbætt umgengni sjávarútvegsfyrirtækja við hafið.

Genis.is Líftæknifyrirtækið Genis á Siglufirði hefur langa reynslu i þróun kítínfásykra úr rækjuskel. Þróun af þessu tagi tekur langan tíma og mikla þolinmæði. Verður 2022 ár Genis?

Thorice.is Thorice hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár og þróað áþeim tíma umhvefisvænar lausnir til að lengja líftíma matvæla og draga úr sóun. Þessi tækni og þekking, sem fyrirtækið hefur aflað sér, verður meira og meira eins og söngur í eyrum fjárfesta.

Marea.is Sprotafyrirtækið Marea er að þróa film­ur úr þaraplasti. Um leið er þessi sproti að huga að frekari þróun á þessu sviði. Allt sem við höfum séð frá Marea vekur áhuga og væntingar um að þarna geti leynst gríðarleg tækifæri.

Idunnh2.com Sprotafyritækið IðunnH2 stefnir að stórframleiðslu á vetni sem opnar möguleika á að flýta orkuskiptum m.a. í sjávarútvegi!

Unbrokentr.comVatnsrofin laxaprótein eru uppistaðan í hinni einstöku vörulínu Unbroken. Að baki liggja margháttaðar rannsóknir en mesta athygli hefur vakið gríðarlegar vinsældir þessarar ofurfæðu hjá þekktu íþróttafólki víða um heim. Hér er eitthvað stórt að gerast!

Algalif.is Algalíf hefur náð forystu í framleiðslu á ofurefninu axtazhantin sem þróað er úr þörungum sem framleiddir eru með hreinu íslensku vatni og orku. Hér er á ferðinni fyrirtæki sem kann að verða Marel þörunganna.