Skip to main content

Síðustu ár hefur mikið verið rætt um hina svokölluðu lífsstílssjúkdóma (menningarsjúkdóma), en þeir virðast verða algengari eftir því sem við lifum lengur ásamt því hvernig lífsstíl við kjósum að lifa. Á meðan sumir greina þetta vísindalega mæla með lyfum og eftirfylgni eru aðrir sem líta á þetta sem tilfinningatengda sjúkdóma. Það er áhugavert að fylgjast með þessari umræðu og tekur hver það til sín sem vill. Þetta eru allt okkar val og okkar ákvarðanir.

Það eru hinsvegar allir sammála um að það sé hægt að fyrirbyggja slíka sjúkdóma og kemur hreyfing, hvíld, hugarfar og matarræði þar sterkt inn í en þú getur ekki hreyft þig ef þú nærir þig ekki andlega og líkamlega og það sem þú velur í þína næringu endurspeglar hugarfar þitt, líðan og lífsstíl.

Fæðubótaefni og góður lífsstíll

Fæðubótaefni eru orðin sjálfsagður hluti af daglegri næringu margra því í nútíma samfélagi virðumst við ekki vera að taka upp næga næringu með vali okkar á matarræði til að mynda. Einnig þarf að gæta að því að fá nægan svefn og er talið að 7-9 klukkustundir séu það sem þarf til. Ef þú vaknar þreytt/ur á morgnana þarftu að endurhugsa hvíldina.

Hugarfar, næring og hvíld

Hugarfarið ásamt næringu, hreyfingu og hvíld skiptir því sköpum. Ef þú vilt hlúa að þér til framtíðar og minnka líkurnar á lífsstílssjúkdómum þá er gott að setja þig í forgang með þessari áherslu – því allt sem þú veitir athygli vex og dafnar. Hreyfingin þarf ekki að vera hamagangur í ræktinni, heldur dugar góður göngutúr þar sem þú nýtur útiverunnar af líkama og sál.

Fyrirbygging lífsstílssjúkdóma

Heilsan er dýrmætust og með því að veita henni athygli, hvort sem um hvíld, hreyfingu, næringu,  líkamlega eða andlega heilsu er að ræða þá getum við tekið hana í okkar hendur og fyrirbyggt lífsstílssjúkdóma. Þar skiptir hugarfarið miklu máli með vali á heilnæmum lífsstíl sem hentar, hvíld, hæfilegri hreyfingu og síðast en ekki síst næring og hreint mataræði ásamt góðum vítamínum.

Kollagen
[blog_posts style=”normal” columns=”3″ columns__md=”1″ cat=”71″ image_height=”56.25%”]

Leave a Reply