Skip to main content

Ólöf Rún stofnandi Eylífar ákvað að gefa kost á sér í stjórn Samtaka Sprotafyrirtækja SSP hjá Samtökum Iðnaðarins.

Saman stöndum við betri og sterkari í íslenska sprotasamfélaginu.

Ný stjórn Samtaka sprotafyrirtækja, SSP, var kosin á aðalfundi sem fór fram í Húsi atvinnulífsins fimmtudaginn 4. apríl. Alexander Jóhönnuson, framkvæmdarstjóri Ignas ehf., var kjörinn formaður samtakanna en hann hefur setið í stjórn SSP frá árinu 2021. Alexander tók við formennsku af Fidu Abu Libdeh, framkvæmdarstjóra GeoSilica, sem hefur verið formaður síðustu þrjú starfsár og setið í stjórn SSP frá árinu 2017. Ellen María Bergsveinsdóttir, framkvæmdastjóri Mink Campers, og Róbert Helgason, framkvæmdastjóri KOT, sátu áfram í stjórn en ný komu inn Ólöf Rún Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Eylíf, og Karl Birgir Björnsson, framkvæmdastjóri Hefrine Marine.

Á fundinum var farið yfir starfsár samtakanna og áherslumál sem skiptust í fjármagn, umhverfi og ímynd. Samtök sprotafyrirtækja eru öflugustu hagsmunasamtök sprotafyrirtækja á Íslandi en í samtökunum eru yfir 50 fyrirtæki í ólíkri atvinnustarfsemi. Fyrirtækin eru á ólíkum vaxtarstigum en eiga það öll sameiginlegt að vera með veltu undir milljarði íslenskra króna og verja stórum hluta veltu sinnar í rannsóknir og þróun.

 

Hér er fréttatilkynning um stjórnarskiptin hjá Samtökum Iðnaðarins.

 

Leave a Reply