Skip to main content

Ólöf Rún Tryggvadóttir, stofnandi Eylífar var í viðtali á Mbl.is sem var birt á Skírdag, 28.mars 2024.

Hér er birtur hluti af viðtalinu, hægt er að lesa viðtalið í fullri lengd hér.

Ólöf Rún tel­ur það aldrei of seint að byrja á ein­hverju nýju, svo lengi sem ástríðan býr að baki verk­efn­inu.

„Kveikj­an að Ey­líf heilsu­vöru­lín­unni var á ákveðnum tíma­punkti í lífi mínu. Árið 2017 seldi ég fyr­ir­tækið mitt sem ég var búin að byggja upp frá grunni í tæp átta ár með mik­illi vinnu og miklu álagi. Eft­ir söl­una þá hugsaði ég með mér að ég þurfi að hafa eitt­hvað að gera, þá rúm­lega 50 ára göm­ul. Þetta snýst alltaf um brenn­andi áhuga og ástríðu. Mig langaði alltaf að búa til vöru­línu úr ís­lensk­um hrá­efn­um og raun­gerðist það smám sam­an frá ár­inu 2018 og Ey­líf varð til,“ seg­ir Ólöf Rún

Hrein ís­lensk hrá­efni

Aðspurð hver hug­mynd­in að Ey­líf hafi verið seg­ir Ólöf að hún viti það af eig­in reynslu að heils­an sé dýr­mæt. „Ég hef brenn­andi áhuga á heilsu­tengd­um mál­efn­um og mig langaði að bjóða upp á öfl­ug­ar blönd­ur úr þess­um frá­bæru ís­lensku hrá­efn­um sem fram­leidd eru um allt land og auka þannig aðgengi al­menn­ings að þess­um gæðaefn­um til að leggja grunn­inn að betri heilsu. Einnig vildi ég auka virðið fyr­ir viðskipta­vin­inn, með því að blanda sam­an nokkr­um öfl­ug­um hrá­efn­um í eina vöru, þannig að viðskipta­vin­ur­inn fær meira fyr­ir pen­ing­inn.

Nafnið á Ey­líf vöru­lín­unni hef­ur þýðingu, en við erum að vísa í lífið á eyj­unni okk­ar fögru til ei­lífðar, þar sem við not­um hrá­efni frá sjálf­bær­um auðlind­um,“ seg­ir Ólöf og bæt­ir við að Ey­líf heilsu­vör­urn­ar inni­halda hrein ís­lensk hrá­efni og eru tvö til fjög­ur ís­lensk grunn­hrá­efni í hverri vöru.

„Við styrkj­um blönd­urn­ar með nokkr­um víta­mín­um til að auka virkni þeirra. Vör­urn­ar bera heiti sem vís­ar beint í virkni þeirra, til dæm­is er Acti­ve JO­INTS fyr­ir liðina, Happier GUTS er fyr­ir melt­ing­una, Stronger BO­NES styrk­ir bein­in, Smoot­her SKIN & HAIR er fyr­ir húð og hár­vöxt, og að lok­um styrk­ir Stronger LI­VER bæði starf­semi lifr­ar og melt­ing­una. Þannig ein­föld­um við og auðveld­um viðskipta­vin­un­um valið því það er mik­il sam­keppni á heilsu­vörumarkaðinum.“

Ey­líf heilsu­vör­urn­ar bera heiti sem vís­ar beint í virkni þeirra og til að mynda er Acti­ve JO­INTS fyr­ir liðina.

Ey­líf vör­urn­ar eru fram­leidd­ar á Greni­vík með GMP gæðastaðli og Ólöf tal­ar um að hrá­efn­in sem eru vald­ar í vör­urn­ar eru frá sjálf­bær­um nátt­úru­auðlind­um víða um land.

Hér er hægt að lesa viðtalið í fullri lengd. 

Leave a Reply