Í Eylíf vörurnar notum við hrein íslensk hráefni, unnin úr náttúrunni

Kítósanið sem við notum í Eylíf vörurnar er framleitt á Siglufirði, hjá Primex. Kítósan er enzým sem er unnið úr rækjuskel (Liposan Ultra™)
Kítósan hefur staðfesta virkni í 3 flokkum; Fæðubótarefni, lífvirk efni og snyrtivörum.

  • Kítósan gefur raka í húð og slímhúð
  • Kítósan getur valdið ofnæmi hjá fólki sem þolir ekki skelfisk
  • Kítósan reynist vel fyrir þarmaflóruna
  • Kítósan hjálpar fitufrumum að taka upp minna af fituefni í meltingarveginum og hefur staðfesta virkni og fullyrðingu frá Evrópsku matvælaöryggisstofnuninni. (EFSA; European Food Security Administration)
  • Fullyrðingin frá EFSA hljóðar svo: ” Kítósan stuðlar að viðhaldi eðlilegs kólesterólmagns í blóði”
  • Kítósan frá íslenska framleiðandanum Primex á Siglufirði og er einstakt á heimsvísu. Það er unnið úr hreinu hráefni og allt hráefni frá þeim er rekjanlegt.
  • Hér má sjá samantekt um hvernig notkun á kítósan var upphaflega.

Rannsóknargreinar á Kítósan