Ég hef alltaf verið með hálf lata þarmastarfsemi og hef verið að prófa ýmislegt í gegnum tíðina til að laga hana en var bara hætt að hugsa um þetta því ekkert virtist koma að gagni og ég hugsaði bara “ég er bara svona og lítið við því að gera“.
Ég var svo heppin að kynnast Happier GUTS í vor eftir ábendingu um að þetta virkaði en ég var búin að vera í langri hvíld frá öðrum bætiefnum.
Ég ákvað að prófa þetta nýja íslenska undraefni sem ég sé ekki eftir, því að eftir sirka tveggja mánaða notkun fann ég gríðalegan mun á mér, allt annað líf en áður, þarmastarfsemin fín og engin óþægindi frá meltingarvegi svo í bónus varð öll almenn líðan mun betri.
Ég mun svo sannarlega halda áfram að taka þetta undraefni inn sem er unnið úr íslensku hráefni og er framleitt hér á Íslandi.
Þórdís Hannesdóttir
Í Happier GUTS eru meltingarensým og kalsíum sem stuðlar að eðlilegri starfsemi meltingarenzýma. Einnig er í blöndunni, C vítamín, króm, sink og joð. Steinefnin vinna með innihaldsefnunum, C vítamín og joð stuðla að eðlilegum orkugæfum efnaskiptum. Sink stuðlar að eðlilegum efnaskiptum fitusýra. Sink og C vítamín stuðla að því að verja frumur fyrir oxunarálagi.