Stórbætt líðan í liðamótum og betri svefn

Ég hef glímt í mörg ár við eymsli í líkamanum, til dæmis í hnjáliðum, olnbogum, öxlum, ökklum og úlnliðum. Hverju er um að kenna er ekki gott að fullyrða. Hef stundað íþróttir í 50 ár, borðtennis, olympískar lyftingar, kraftlyftingar, vaxtarrækt, reiðhjól, Enduro og Motocross svo eitthvað sé nefnt. Þó er líklegast að erfðafræðilegar skýringar séu nærtækastar.

Hvað um það. Nú hef ég tekið Active Joints hylkin í nokkra mánuði og deili nú með ykkur reynslu minni af þeim. Eftir tæplega mánaðarneyslu varð öll líðan í liðunum töluvert mikið betri. Eftir tvo mánuði fór ég erlendis í sumarfrí og tókst að gleyma dósinni góðu heima. Fljótlega fann ég glöggt muninn og var feginn að byrja aftur á inntökunni þegar heim kom. Aftur leið þó svolítill tími þangað til efnið fór að virka, þó töluvert styttri heldur en þegar byrjaði á því fyrst.

Núna eru komnir rétt um þrír mánuðir og fleira jákvætt finnst mér fylgja með. Betri svefn og ég er mun fljótari að hvílast eftir æfingar. Mesti munurinn er þó á stórbættri líðan í öllum liðamótum. Mæli því óhikað með Active Joints sem hefur reynst mun betur en þau bætiefni sem ég hef reynt áður. 

Nú liggur leiðin bara uppá við, ég mæli með Active Joints 

Valbjörn Jónsson