Skip to main content

Sveigjanlegur líkami er færari að takast á við verkefnin í dagsins önn.

Hvernig tekst þú á við áskoranir í leik og starfi? Hvað segir líkaminn þér um ástand þitt? Hvernig viltu eldast og halda heilsu?

Við vitum öll að þeim mun sveigjanlegri sem við erum þeim mun auðveldara er verkefnið sem við stöndum frammi fyrir. Hvort sem við erum að teygja okkur eftir einhverju, beygja, hlaupa á eftir börnum eða einfaldlega ganga út í náttúrunni. Herptir ökklar, hnéverkir, fastar mjaðmir og verkur í mjóbaki eru allt einkenni sem við heyrum af eða þekkjum af eigin raun svo ekki sé nú minnst á liðamótaskiptaaðgerðir, inngrip sem breytir oft á tíðum lífi fólks en eru engu að síður áskoranir til að ná sem bestum árangri.

Einn algengasti sjúkdómur í liðum er slitgigt (osteoarthritis) en hann getur lagst á alla liði líkamans ef svo ber undir. Oft byrjar sjúkdómurinn á unga aldri eða hjá 15 – 30 ára einstaklingum en á efri árum ágerist sjúkdómurinn og er talið að flestir fái slitgigt en í mismunandi mæli.

Meðferðir við slitgigt eru að öllu jöfnu bólgueyðandi lyf, fræðsla, þyngdarstjórnun(ef slíkt á við) og hreyfing. En ef við hugsum þetta út frá fyrirbyggjandi atriðum þá getum við unnið með líkamann og tekið inn fæðubótaefni sem hjálpa liðum og beinum að gera líf okkar og líkama sveigjanlegri.

Rannsóknir sýna að kalkþörungar sem meðal annars eru unnir eru úr hafinu við Ísland, draga úr bólgum og styrkja liði (Ryan et al, 2011). Þá hafa rannsakendur við the Royal College of Surgeons á Írlandi rannsakað  kalkþörungana og fundið út að með inntöku á fæðubótarefninu sást allt að þrisvar sinnum meiri árangur við slitgigt en hjá þeim sem ekki tóku efnið inn.

Heilsan er í okkar höndum og með góðum náttúrulegum fæðubótarefnum til viðbótar við heilnæma fæðu og heilbrigt líferni þá aukum við líkurnar á að vera heilbrigð og sveigjanleg, langt fram eftir aldri.

Hægt er að lesa um Eylíf vörurnar sem innihalda kalkþörunga hér:

Active JOINTS og Stronger BONES


[1] The Marine‐derived, Multi‐mineral formula, AquaPT Reduces TNF‐a Levels in Osteoarthritis Patients. Rannsóknir unnar af; Carola T Murphy, Conal Martin, Andrea M Doolan, Michael G Molloy, Timothy G Dinan, Denise M O Gorman and Ken Nally.

Öll þessi næringarefni eru sótt í hafið við Ísland.


[1] http://instituteofmineralresearch.org/?s=silica

[2] https://www.researchgate.net/publication/300410259_Seaweeds_in_Human_Health

[3] https://www.liposan.com/

[4] https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/B9780128124918000643?via%3Dihub

[blog_posts style=”normal” columns=”3″ columns__md=”1″ cat=”71″ image_height=”56.25%”]