Skip to main content

Það er mikilvægt að fylgjast vel með heilsunni og þegar fólk eldist ætti það að setja heilsuna í venjubundið eftirlit, á sama hátt og bíllinn er skoðaður og smurður. Blóðsykur er til að mynda eitt af þeim atriðum sem á að vera á heilsu-tjékklistanum því þegar fólk eldist þá getur svo margt breyst varðandi hann.

Þróun á sykursýki 2

Sykursýki 2 er einn af þeim sjúkdómum sem getur verið í þróun án nokkurar vitneskju viðkomandi. Í rannsókn sem birtist í Læknablaðinu fyrr á þessu ári kemur fram að greiningar á sykursýki 2 hafi rúmlega tvöfaldast á Íslandi á árunum 2005 til 2018. Jafnframt er talið að fyrir hvern greindan einstakling með sykursýki 2, eru tveir ógreindir eintaklingar. Í rannsókninni er vitnað í fjölda annarra erlendra jafnt sem innlendra rannsókna þar sem alls staðar kemur fram að heilsufarsvandi tengist sykursýki, einkum vegna aukinnar hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Rannsóknin var metin fyrir Ísland í heild út frá öllum ávísunum sykursýkilyfja samkvæmt skráningum í lyfjagagnagrunni Embættis landlæknis.

Meiri áhætta og dauðans alvara

Í annarri erlendri rannsókn var kannað hvort hægt væri að draga úr of mikilli hættu á dauða ásamt hjarta- og æðasjúkdómum meðal sjúklinga með sykursýki 2 eða útrýma henni. Metið var eftir aldri sjúklinga og nokkrum áhættuþáttum eins og hækkun blóðrauðgilda, reykinga og hækkaðs blóðþrýstings. Þar kom í ljós að þeir sem voru með sykursýki 2 og hærri gildi í áhættuþáttum voru líklegri til að fá hjarta- og æðasjúkdóma en aðrir sem voru innan áhættuþátta. Íslensk rannsókn sýndi að aukin áhætta er fyrir konur að þróa með sér aukna áhættu á sykursýki 2 eftir að hafa greinst með meðgöngusykursýki um ævina. Öll meðferð við sykursýki snýst um að minnka líkur og fyrirbyggja fylgikvilla hennar eins og æðasjúkdóma en þeir geta m.a. valdið blindu og nýrnabilun. Með alvarlegri fylgikvillum eru verkir í fótum sem getur leitt til aflimunar, kransæðarstíflu og heilablóðfalls.

Lífsstíll mikilvægasta meðferðin

Þetta segir okkur enn og aftur hve heilbrigður lífsstíll skiptir okkur miklu máli. Í grein sem Rut Gunnarsdóttir svæðis- og fagstjóri hjúkrunar, heilsugæslunni Hvammi birti í Morgunblaðinu og á vef heilsugæslunnar. Hún bendir á að lífsstíllinn sé fyrsta og mikilvægasta meðferðin. Nefnir hún matarræði, hreyfingu, streytustjórnun, góðan svefn og það að hætta að reykja. Hún bendir á að of hár blóðsykur í langan tíma veldur skemmdum á líffærakerfum; þess vegna sé mikilvægt að ná góðri stjórn á blóðsykrinum og besta forvörnin sé að hreyfa sig reglulega, borða hollan mat og vera sem næst kjörþyngd.

Getum öll fylgst með

Lífsstíllinn er nokkuð sem við getum öll unnið með og ef við fylgjumst með blóðrauðagildum og blóðþrýstingnum svo dæmi séu tekin í rannsókn sem vitnað er til hér fyrir ofan, getum við áttað okkur hvort við séum mögulega að þróa með okkur sykursýki 2. Aukinn þorsti, tíð þvaglát, dökkrautt og blæðandi tannhold í langan tíma er til að mynda undanfari sykursýkis 2 og ef slíkra einkenna verður vart þá er nauðsynlegt að leita læknis. Staðreyndin er nefnilega sú að flestir hafa haft einhver einkenni í töluverðan tíma áður en farið er að kanna hvað er.

Öflug og hrein íslensk gæða hráefni

Eylíf leggur áherslu á að bjóða upp á góð og hrein íslensk hráefni, til að styðja við þá sem kjósa heilbrigðan lífsstíl með heilnæmum fæðubótarefnum. Við höfum lagt okkur fram við að setja saman öflug íslensk hráefni í heilsuvörurnar okkar til að stuðla að betri heilsu og efla næringarbúskapinn.

Við vöndum til verka og sækjum í sjálfbærar auðlindir úr sjó og landi. Notum hreina íslenska náttúruafurð, náttúruleg og hrein hráefni sem eru ekki erfðabreytt og stuðla að sveigjanlegri líkama, því með sveigjanlegri líkama erum við færari á að takast við verkefnin í dagsins önn. Vörurnar okkar er hægt að skoða hér

Heimildir:

Bolli Þórsson, Elías Freyr Guðmundsson, Gunnar Sigurðsson ,Thor Aspelund, Vilmundur Guðnason; Algengi og nýgengi sykursýki 2 á Íslandi frá 2005 til 2018. Læknablaðið 5.tbl. 2021. https://www.laeknabladid.is/tolublod/2021/05/nr/7698 (skoðað 24.10.2021)

Aidin Rawshani, M.D., Araz Rawshani, M.D., Ph.D., Stefan Franzén, Ph.D., Naveed Sattar, M.D., Ph.D., Björn Eliasson, M.D., Ph.D., Ann-Marie Svensson, Ph.D., Björn Zethelius, M.D., Ph.D., Mervete Miftaraj, M.Sc., Darren K. McGuire, M.D., M.H.Sc., Annika Rosengren, M.D., Ph.D., and Soffia Gudbjörnsdottir, M.D., Ph.D. Risk Factors, Mortality, and Cardiovascular Outcomes in Patients with Type 2 Diabetes. https://www.nejm.org/doi/10.1056/NEJMoa1800256 (skoðað 24.10.2021)

Rut Gunnarsdóttir svæðisstjóri og fagstjóri hjúkrunar, Heilsugæslunni Hvammi, grein birt í Morgunblaðinu og á vef Heilsugæslunnar. https://www.heilsugaeslan.is/um-hh/frettasafn/stok-frett/2020/01/16/Sykursyki-2-er-flokinn-sjukdomur/ (skoðað 24.10.2021)

Heilsuvera, https://www.heilsuvera.is/markhopar/sjukdomar-fravik-einkenni/sykursyki-2/ (skoðað 6.11.2021)

Lauey Dóra Ásgeirsdóttir, júní 2013. Sykursýki 2 í kjölfar meðgöngusykursýki https://skemman.is/bitstream/1946/15465/1/BS-ritger%C3%B0_Laufey%20D%C3%B3ra%20%C3%81skelsd%C3%B3ttir.pdf (skoðað 7.11.21)

Leyfilegar heilsufullyrðingar:

D vítamín stuðlar að viðhaldi eðlilegra beina og viðhaldi eðlilegrar vöðvastarfssemi. Kalsíum er nauðsynlegt fyrir viðhald eðlilegra beina og tanna. Magnesíum stuðlar að viðhaldi eðlilegra beina og tanna.  C vítamín stuðlar að eðlilegri myndun kollagens fyrir eðlilega starfsemi beina, brjósk, góma, tanna, húðar og æðastarfsemi.