Skip to main content

Það er staðreynd að lifrin er stærsti kirtill líkamans og gegnir ótal mikilvægum hlutverkum í fitu- og efnaskiptum líkamans. Hún getur veikst af mörgum orsökum með alvarlegum afleiðingum en ein af stærstu alþjóðlegu heilsuógnunum er hin svokallaða feita lifur sem hefur einnig áhrif á hjarta- og efnaskiptasjúkdóma.

Í sjálfsstæðri rannsókn sem gerð var árið 2019[1] um áhrif næringar á feita lifur kemur fram að helsta orsök sjúkdómsins er tengd lífsstíl.

Meðferðaráherslur eru sagðar breytingar á lífsstíl, meiri líkamleg hreyfing og breyttar matarvenjur. Þar kemur líka fram að ekki er skráð neitt lyf enn sem komið er gegn meðferð á feitri lifur sem segir okkur hve sjúkdómurinn er runninn undan okkar eigin viðhorfi til heilbrigðis og lífsstíls.

Rannsakendur komust að þeirri niðurstöðu að sjúklingum sé  nauðsynlegt að léttast um 7-10% þyngdar sinnar og halda þeirri þyngd með breyttum lífsstíl til að forðast sjúkdóminn. Mikil neysla á einföldum sykri, mettaðri fitu, transfitu, alkóhóli, dýrapróteinum (rauðu kjöti) og unnum matvælum ásamt lítilli trefjaneysla tengist þróun feitrar lifrar. Ein af orsökum getur líka verið sykursýki og offita. 1 & 2

Næringaskortur einn og sér, sérstaklega próteinskortur getur valdið fitulifur. Þess vegna er nauðsynlegt að gæta upp á matarræði, vítamín og almennt heilbrigði.2

Mikil og óhófleg alkóhólneysla er mjög stór áhættuþáttur á fitulifur og getur það leitt til lifraskemmda og lifrabilunar. Rannsóknir hafa sýnt fram á að 20-40% þeirra sem eru í ofþyngd fá fitulifur. 2

Það er sorglegt til þess að hugsa að lífsstíll komi svo harkalega aftan að fólki að lífsgæðin skerðist. Það er því nauðsynlegt að hlúa að sér á öllum aldri og fylgjast með heilbrigði sínu, líkamlegu jafnt sem andlegu. Þar er lifrin engin undantekning.

Við hjá Eylíf fylgjum náttúrunni í allri nálgun heilsunnar.

Heilsan er dýrmætust og hvetjum við hjá Eylíf til hreyfingar, holls matarræðis ásamt því að gæta að vítamínbúskapnum.  Stronger LIVER er ein af okkar afurðum sem við höfum unnið að síðustu ár enda ætluð mikilvægri líkamsstarfssemi. Með því að huga að lifrinni sérstaklega erum við að stuðla að eðlilegum fituefnaskiptum og frekari næringu fyrir þarmaflóruna.

Stronger LIVER inniheldur kólín sem stuðlar að viðhaldi eðlilegrar starfsemi lifrar og að eðlilegum fituskiptum.

Stronger LIVER er einnig öflugur liðsauki fyrir meltinguna, dregur í sig fituefni í meltingavegi og er góð steinefna-viðbót (Kalkþörungar & kísillinn). Kalkþörungar sem eru í vörum Eylífar eru mjög kalkríkir og innihalda einnig 74 stein- og snefilefni frá náttúrannar hendi. Þeir vaxa villtir á sjávarbotni Arnarfjarðar og eru nýttir til mann- og dýraeldis.

Kítósan er eitt af innihaldsefnunum, en það eru náttúrulegar trefjar sem eru ensým úr rækjuskel. Kítósan hefur þann góða eiginleika að draga í sig fituefni í meltingavegi. Við bætum við íslensku jurtinni, ætihvönn sem hefur verið notuð við meltingatruflunum í gegnum aldirnar. Ætihvönnin er þekkt fyrir sín góðu áhrif á líkamann og þá sérstaklega meltinguna. Til að styrkja blönduna enn frekar bættum við kólín og mjólkurþistli við og gerir hana enn öflugri fyrir starfsemi lifrar. Það er komin góð reynsla á Stronger LIVER og er hægt að sjá reynslusögur hér.

Heimildir

[1] Perdomo CM, Frühbeck G, Escalada J. Impact of Nutritional Changes on Nonalcoholic Fatty Liver Disease. Nutrients. 2019;11(3):677. Útgáfuár 2019. doi:10.3390/nu11030677. https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC6470750/ (skoðað 8. janúar 2022)

2Magnús Jóhannsson, (2017,28.desember). Hvað er feit lifur og af hverju stafar hún? Vísindavefurinn. Sótt af: https://www.visindavefur.is/svar.php?id=74353#  (skoðað 12.janúar 2022.)

Hér má sjá leyfilegar fullyrðingar innihaldsefnanna frá Matvælastofnun Íslands um innihaldsefni vörunnar:

 • Kólín stuðlar að eðlilegum fituefnaskiptum.
 • Kólín stuðlar að viðhaldi eðlilegarar starfsemi lifrar.
 • Kólín stuðlar að eðlilegum efnaskiptum að því er varðar hómósystem
 • C vítamín stuðlar að eðlilegri myndun kollagens fyrir eðlilega starfsemi beina, brjósk og æðastarfsemi
 • C vítamín og Joð stuðla að eðlilegum orkugæfum efnaskiptum
 • C vítamín stuðlar að því að verja frumur fyrir oxunarálagi
 • Kalsíum er nauðsynlegt fyrir viðhald eðlilegra beina og tanna
 • Kalsíum stuðlar að eðlilegri starfsemi taugakerfisins og að eðlilegri vöðvastarfsemi
 • Kalsíum stuðlar að eðlilegri starfsemi meltingarenzýma
 • Magnesíum og C vítamín stuðla að því að draga úr þreytu og lúa
 • Magnesíum stuðlar að eðlilegri starfsemi taugakerfisins og að eðlilegri vöðvastarfsemi
 • Magnesíum stuðlar að viðhaldi eðlilegra beina og tanna
 • Magnesíum stuðlar að eðlilegum orkugæfum efnaskiptum