Skip to main content

 

Er heilsuspillandi að borða rautt kjöt og unnar kjötvörur?

Rautt kjöt hefur verið í umræðunni síðustu ár varðandi áhrif þess á heilsu okkar en æ oftar heyrist að mikil neysla á rauðu kjöti og unnum kjötvörum geta verið heilsuspillandi og jafnvel krabbameinsvaldandi. Þegar gluggað er í rannsóknir og útgefið efni um rautt kjöt og unnar kjötvörur í þessu sambandi kemur margt áhugavert í ljós.

Alþjóðastofnun krabbameinsrannsókna (IARC) hefur rannsakað tengsl rauðs kjöts, unna kjötvara og krabbameins. Niðurstöðunum skiptir stofnunin upp í flokka, þar eru unnar kjötvörur í flokki 1 (krabbameinsvaldandi efni fyrir fólk) en rautt kjöt í flokki 2A (hugsanleg krabbameinsvaldandi fyrir fólk).[1]

En hvaða krabbamein eru það sem þessar kjötvörur eru taldar valda?

Samkvæmt Alþjóðlegu heilbrigðismálastofnuninni (WHO) benda niðurstöður rannsókna til þess að rautt kjöt tengist ristilkrabbameini aðallega en einnig bris- og blöðruhálskrabbameini.[2]

Evrópsku krabbameinssamtökin og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin tóku saman ,,European Code Against Cancer” eða Evrópustaðall sem bendir á 12 leiðir sem taldar eru draga úr líkum á krabbameini. Þar er mælt með að takmarka neyslu á rauðu kjöti og forðast unnar matvörur. [3] Krabbameinsfélagið hefur þýtt Evrópustaðalinn yfir á íslensku og er hann að finna á heimasíðu félagsins[4]

En hvað er það í kjötinu sem veldur hugsanlegu krabbameini?

Bandaríska Krabbameinsfélagið gaf  út leiðbeiningar um mataræði og hreyfingu sem möguleika til að koma í veg fyrir krabbamein[5]. Þar kemur fram að ákveðnar aðferðir við að geyma og elda kjöt geta haft áhrif og umbreytt ákveðnum nítrötum og bakteríum í maga sem aftur geta myndað krabbameinsvaldandi efnasambönd.

Margar rannsóknir og leiðbeiningar hvort sem er í Evrópu eða Bandaríkjunum róa í sömu átt og hvetja fólk til að draga úr neyslu rauðs kjöts og unnum kjötvörum. Hvort sem þú neytir þeirra eða ekki þá benda margir á að góð forvörn felist meðal annars í að styrkja magaflóruna og ónæmiskerfið.  Mikilvægt er að auka neyslu á trefjum og er auðvelt að fá trefjar með því að auka neyslu á grænmeti, sérstaklega rótargrænmeti.

Við mælum með að skoða frábæra grein á vefsíðu Náttúrulækningafélagsins, sem fjallar um sama málefni. Góð og áhugaverð grein, sem gefur góðan boðskap um hversu mikilvægt er að velja rétta næringu.

Við hjá Eylíf leysum kannski ekki stóru myndina en við erum þakklát að geta verið lítill hlekkur í forvörnum með hágæða íslensk hráefni. Eylíf býður upp á tvær vörur sem innihalda náttúrulegar trefjar sem næra okkar eigin þarmaflóru, sem er svo mikilvægt.  Það eru Happier GUTS og Stronger LIVER sem innihalda ensým úr rækjuskelinni (Liposan) sem unnið er hjá Primex á Siglufirði.

Alltaf er best að neyta hráefna sem koma beint frá náttúrunni og erum við hjá Eylíf stolt af því að bjóða upp á hrein íslensk hráefni sem hafa heilsubætandi áhrif.

Heimildir:

  1. https://monographs.iarc.who.int/agents-classified-by-the-iarc/
  2. https://www.who.int/news-room/questions-and-answers/item/cancer-carcinogenicity-of-the-consumption-of-red-meat-and-processed-meat
  3. https://cancer-code-europe.iarc.fr/index.php/en/
  4. https://www.krabb.is/fraedsla-forvarnir/heilsan-min-mitt-lif/12-leidir/
  5. https://acsjournals.onlinelibrary.wiley.com/doi/full/10.3322/caac.21591

[1] https://monographs.iarc.who.int/agents-classified-by-the-iarc/

[2] https://www.who.int/news-room/questions-and-answers/item/cancer-carcinogenicity-of-the-consumption-of-red-meat-and-processed-meat

[3] https://cancer-code-europe.iarc.fr/index.php/en/

[4] https://www.krabb.is/fraedsla-forvarnir/heilsan-min-mitt-lif/12-leidir/

[5] https://acsjournals.onlinelibrary.wiley.com/doi/full/10.3322/caac.21591

Leave a Reply