Umboðsmaður Íslands er hann oft nefndur, Einar Bárðarson, sá fjölhæfi maður.
Hann deilir sinni reynslu af Eylíf vörunum í Fréttablaðinu 1.október sl. Hér er smá úrdráttur frá hans ummælum:
“Einar fer fyrir Votlendissjóði og því fylgir bæði ferðalög og flakk.
„Í vinnunni geng ég mikið úti í náttúrunni til að skoða mýrlendi og þá þyngist oft labbið í þýfnum og blautum jarðvegi og mikið um skröngl og brölt, en nú finn ég ekkert fyrir því. Áhugamálið felst svo í því að ég og smá hópur í kringum mig höldum íþrótta- og afþreyingamót fyrir fólk á miðjum aldri, svo sem hjólamót, utanvegahlaup og hitt og þetta, og því fylgir líka undirbúningur við að skoða leiðir og þvælast á vettvangi, því á einni slíkri keppnishelgi þarf að djöflast um og labba fleiri tugi kílómetra, og þá er ekki verra að vera með liðina vel smurða,“ segir Einar ánægður með árangurinn.
Verkurinn er farinn
„Þegar maður hefur glímt við verki og er í yfirvigt er ríkt í manni að reyna að komast hjá því að hreyfa sig af því maður veit að því fylgir áreynsla og vont nudd á hnjám, en þegar hverfur, eins og hefur gerst hjá mér með Active JOINTS, þá tekur smá tíma að sannfæra hausinn um að kvíða því ekki lengur að hlaupa upp í móti eða skjótast það sem þarf. Hausinn þarf að venjast því að hafa ekki lengur áhyggjur af verknum en svo kemur að því að hann segir: „Þetta verður allt í lagi; verkurinn er farinn. Gott!
Hlaupum bara af stað!“ og þá gerir maður einmitt það,“ segir Einar kátur.”
Lesa má greinina hér sem birtisti í Fréttablaðinu þann 1.október 2022.

