Skip to main content

Þarmaflóran samanstendur af trilljónum örvera sem telja yfir 1.000 tegundir og gegna þær gríðarlega mikilvægu hlutverki þegar kemur að heilsufari okkar. 

Samsetning örvera er mismunandi eftir einstaklingum, bæði hvað varðar tegundir og magn. Þessi samsetning getur haft víðtæk áhrif á aðra hluta líkamans eins og sýnt hefur verið fram á og nú nýlega voru birtar rannsóknir sem benda til að tengsl séu á milli þarmaflórunnar og Alzheimersjúkdómsins. 

Hópur Breskra og Evrópskra vísindamanna kynntu niðurstöður rannsókna sinna þann 2. mars sl. á Alzheimer’s research UK conference 2022 og kom þar fram að meiri tengsl séu á milli þarmaflóru, bólgna og breytinga í heila sem tengjast Alzheimersjúkdómnum en áður hefur verið sýnt fram á. 

Í fyrsta hluta rannsóknarinnar var rannsökuð þarmaflóra í Alzheimersjúklingum og hún borin saman við aðra sem höfðu ekki sjúkdóminn. Niðurstöður sýndu mikinn mun á þarmaflóru þessara tveggja hópa.

Í öðrum hluta voru nagdýr notuð og fékk hluti þeirra saur í sig úr Alzheimersjúklingum. Sá hópur stóð sig verr á minnisprófi heldur en þau dýr sem sem ekki var átt við.

Í þriðja hluta rannsóknarinnar kom í ljós að heilastofnfrumur sem meðhöndlaðar voru með blóði frá fólki með sjúkdóminn, voru ekki eins færar til að rækta nýjar taugafrumur. 1)

Rannsóknirnar hafa ekki verið ritrýndar en niðurstöður þeirra verða að teljast afar jákvætt skref í átt að lækningu á Alzheimer í framtíðinni. Þessi sjúkdómur er óafturkræf hrörnun heilans sem veldur truflunum á minni, skynsemi, persónuleika og öðrum þáttum sem að lokum leiða til dauða.

Sjúkdómurinn er helsta orsök heilabilunar og á heimsvísu er einhver sem þróar þennan sjúkdóm með sér þriðju hverja sekúndu. 2)

Stöðugt koma fram rannsóknir sem sýna hversu sterk tengsl eru á milli þarmaflórunnar og ýmissa líkamlegra og andlegra kvilla. Það ætti að vera okkur mannfólkinu hvatning til þess að lifa heilsusamlegu lífi og vera vakandi yfir eigin líðan. Í raun á meltingin að starfa þannig að við finnum lítið sem ekkert fyrir henni. 

Lífsstíll okkar hefur mikil áhrif heilbrigði þarmanna og það er fjölmargt í okkar daglega lífi sem getur raskað því. Lélegur svefn, unnin fæða, ruslfæði, sykur, mikil kaffi- og/eða áfengisdrykkja hefur slæm áhrif á flóruna svo ekki sé minnst á mikið álag og streitu. Þetta eru þeir þættir sem við getum haft hvað mest áhrif á sjálf en svo eru fjölmörg lyf sem geta haft slæm áhrif líka.

Ráðlegt er að borða reglulega og gefa sér tíma til þess með því að setjast niður við matarborðið og tyggja vel. Að sama skapi þarf að gefa meltingunni góða hvíld inn á milli og vera ekki stöðugt að nasla. Svefninn spilar stórt hlutverk í heilbrigðri þarmaflóru en rannsóknir hafa sýnt að skertur nætursvefn eykur magn bólguefna í líkamanum. Góð regla er að borða ekki þegar fer að nálgast háttatíma, hreyfa sig amk 30 mín á dag og drekka hæfilegt magn af vatni.

Heilbrigð melting og góð þarmaflóra er grunnur að góðri heilsu

Vítamín og næring

Mikilvægt er að huga að næringunni daglega. Til að fyrirbyggja ýmis heilsufarsvandamál er mikilvægt að næra sig rétt ss. með því að gæta þess að fá nóg af trefjum úr grænmeti og ávöxtum til að meltingin starfi eðlilega. Úr því fæst nægt prótein, trefjar, vítamín og flavóníðar. Mikilvægt er að borða hreina fæðu sem er aðeins unninn í eldhúsinu. Sykur og sætindi þarf að lágmarka því það kallar á meiri sykur, gerir okkur slöpp og löt. Mjög gott er að fá sykurinn úr ávöxtum eða öðru hreinu fæði. Mjög mikilvægt er að drekka mikið af vatni daglega, jafnt yfir daginn, til að tryggja það að allt líkamskerfið okkar starfi eðlilega.

Heilsan er dýrmætust

Við hjá Eylíf, trúum því að með góðum venjum og hreyfingu getir hver og einn bætt heilsu sína. Þess vegna höfum við lagt okkur fram við að bjóða upp á góð og hrein íslensk hráefni, til að styðja þá sem kjósa heilbrigðan lífsstíl með heilnæmum fæðubótarefnum. Við höfum lagt okkur fram við að setja saman öflug íslensk hráefni í heilsuvörurnar okkar til að stuðla að betri heilsu og efla næringarbúskapinn.

Líkaminn er ein heild, við verðum að hugsa um heilsuna út frá þeirri staðreynd. Meltingin er grunnurinn að góðri heilsu, þar sem næringin er brotin niður og tekin upp í meltingarveginum svo við getum þrifist. Án góðrar næringar þrífumst við illa, þess vegna er mikilvægt að velja réttu næringuna fyrir líkamann. Við hjá Eylíf teljum að heilsan sé það dýrmætasta sem við eigum, þess vegna leggjum við mikla áherslu á að hugsa vel um heilsuna.

Við hjá Eylíf vöndum til verka og sækjum í sjálfbærar auðlindir úr sjó og landi. Notum hreina íslenska náttúruafurð, náttúruleg og hrein hráefni sem eru ekki erfðabreytt og stuðla að heilbrigðri sál í hraustum líkama. Þannig erum við öll færari að takast á við verkefnin í dagsins önn. Vörurnar okkar er hægt að skoða hér

Stronger LIVER og Happier GUTS innihalda bæði kítósan og kalkþörunga sem gera meltingunni gagn.

Stronger LIVER frá Eylíf,  inniheldur uppbyggjand næringarefni frá sjálfbærum auðlindum til sjávar og sveita. Innihaldsefnin eru kítósan sem bindur fituefni í meltingavegi, ætihvönn sem hefur verið notuð frá örófi alda við meltingatruflunum, kísil og kalkþörunga úr hafinu sem innihalda 74 stein- og snefilefni frá náttúrunnar hendi og við styrkjum blönduna með C vítamíni, kólín og mjólkurþistli sem eru þekkt fyrir að hafa góð áhrif á meltinguna og starfsemi lifrar.

 • Stuðlar að viðhaldi eðlilegarar starfsemi lifrar og að eðlilegum fituskiptum. Kólín stuðlar að eðlilegum fituefnaskiptum. Kólín stuðlar að viðhaldi eðlilegarar starfsemi lifrar. Kólín stuðlar að eðlilegum efnaskiptum að því er varðar hómósystem (hómósystem er áhættuþáttur æðarsjúkdóma).
 • Dregur í sig fituefni í meltingavegi Kítósan eru náttúrulegar trefjar og hafa þann góða eiginleika að draga í sig fituefni í meltingavegi. Þess vegna er mikilvægt að taka D vítamin 2 klst síðar, svo það nýtist líkamanum.
 • Öflugur liðsauki fyrir meltinguna og við meltingatruflunum.  Kalsíum stuðlar að eðlilegri starfsemi meltingarenzýma.  C vítamín stuðlar að eðlilegum orkugæfum efnaskiptum  C vítamín stuðlar að því að verja frumur fyrir oxunarálagi.  (Kalsíum, C vítamín)
 • Góð næring fyrir þarmaflóruna. Varan inniheldur Kítósan sem eru náttúrulegar trefjar úr rækjuskel og hafa rannsóknir sýnt að þarmaflóran nýtur góðs af. Kítósan nærir okkar eigin þarmaflórugerla (Prebiotics).
 • Verndar beinin og mýkir húðina.  Kalsíum er nauðsynlegt fyrir viðhald eðlilegra beina og tanna. C vítamín stuðlar að eðlilegri myndun kollagens fyrir eðlilega myndun húðar. Magnesíum stuðlar að viðhaldi eðlilegra beina og tanna (Kalsíum,  C vítamín, Magnesíum)
 • Góð steinefnaviðbót, kalkþörungarnir innihalda 74 stein- og snefilefni frá náttúrunnar hendi  (Kalkþörungar & GeoSilica)
 • Án allra aukaefna
 • Ekki er ráðlagt að taka meira en ráðlagður dagskammtur segir til um þe. 2 hylki á dag.
 • Í glasinu er 45 daga skammtur, 90 hylki.

Mælt er með að taka ekki D vítamín á sama tíma, gott að láta líða 1-2 klst á milli

Inniheldur skelfisk (kítósan sem unnið er úr rækjuskel) 

Hér má sjá leyfilegar fullyrðingar innihaldsefnanna frá Matvælastofnun Íslands:

 • Kólín stuðlar að eðlilegum fituefnaskiptum.
 • Kólín stuðlar að viðhaldi eðlilegarar starfsemi lifrar.
 • Kólín stuðlar að eðlilegum efnaskiptum að því er varðar hómósystem
 • C vítamín stuðlar að eðlilegri myndun kollagens fyrir eðlilega starfsemi beina, brjósk og æðastarfsemi
 • C vítamín og Joð stuðla að eðlilegum orkugæfum efnaskiptum
 • C vítamín stuðlar að því að verja frumur fyrir oxunarálagi
 • Kalsíum er nauðsynlegt fyrir viðhald eðlilegra beina og tanna
 • Kalsíum stuðlar að eðlilegri starfsemi taugakerfisins og að eðlilegri vöðvastarfsemi
 • Kalsíum stuðlar að eðlilegri starfsemi meltingarenzýma
 • Magnesíum og C vítamín stuðla að því að draga úr þreytu og lúa
 • Magnesíum stuðlar að eðlilegri starfsemi taugakerfisins og að eðlilegri vöðvastarfsemi
 • Magnesíum stuðlar að viðhaldi eðlilegra beina og tanna
 • Magnesíum stuðlar að eðlilegum orkugæfum efnaskiptum

Heimildir:

1)

2)

https://www.brightfocus.org/alzheimers/article/alzheimers-disease-facts-figures#:~:text=It%20is%20estimated%20that%20nearly,in%20the%20world%20develops%20dementia.