Skip to main content

Keto matarræðið er lágkolvetnaríkt, fituríkt mataræði sem hefur verið notað um aldir til að meðhöndla sérstaka sjúkdóma. Siðustu ár hefur það hinsvegar vakið mikla athygli sem hugsanleg þyngdartapsaðferð [1] Ketósa snýst fyrst og fremst um að líkaminn skipti út kolvetni sem orkugjafa yfir í að nota fitu sem orkugjafa.

Manneskjan hefur þróað með sér sveigjanleika í efnaskiptum og getu til að nota ketósu sem eldsneyti. Þegar kolvetni er lítið sem ekkert í matarræði er insúlínmagn áfram lágt og líkaminn kemst í ketó ástand. Þessar aðstæður stuðla að niðurbroti á umframfitu, bætir insúlínnæmnina og tryggir að ekki sé gengið á vöðvaforðann.[2] Ketósan getur því haft heilnæm áhrif á orkuvinnslu líkamans.

Sýnt hefur verið fram á að ketó mataræði stuðli að aukinni seddutilfinningu. Til dæmis bendir ein bandarísk rannsókn á að það að vera í ketósu geti leitt til minni matarlystar.[3] Minnkuð matarlyst gefur líkamanum tækifæri á að vinna betur úr því sem við setjum ofan í okkur og hreinsa til. Það má því leiða likum að því að keto matarræði hafi víðtækari jákvæð áhrif en þyngdartap eingöngu.

Við hjá Eylíf höfum ekki farið varhluta af þessari þróun. Þess vegna fengum við til liðs við okkur íslenskt sjávarlíftæknifyrirtæki, leiðandi á heimsvísu í sjálfbærri framleiðslu á hágæða kítósan,  enzými sem unnið er úr rækjuskel (Liposan Ultra™). Með því að bæta þessu náttúrulega efni við blönduna okkar  stuðlum við að jafnvægi í efnaskiptum og insúlíni.

Ketó matarræðið er ekki fyrir alla því það hentar ekki öllum að hætta allri inntöku kolvetna sem mörg hver eru rík af steinefnum, trefjum og vítamínum. Án viðeigandi bætiefna geta því þeir sem aðhyllast ketó matarræðið átt á hættu að verða hreinlega fyrir næringarefnaskorti.[4] En með því að bæta við inntöku viðeigandi bætiefna, má leiða líkum að því að þessi hætta sé úr sögunni.

Í Eylíf vörurnar notum við hrein íslensk hráefni, unnin úr náttúrunni og það kítósan sem við notum reynist vel fyrir þarmaflóruna og hjálpar fitufrumum að taka minna upp af fituefni í meltingarveginum. Auk þess hefur það staðfesta virkni og EFSA (European Food Security Administration) leyfir eftirfarandi fullyrðingu um virknina: Kítósan stuðlar að viðhaldi eðlilegs kólesterólmagns í blóði.

Þú finnur kítósan í Stronger LIVER og Happier GUTS frá Eylíf.


Heimildir:


[1] https://www.hsph.harvard.edu/nutritionsource/healthy-weight/diet-reviews/ketogenic-diet/ – skoðað 9. apríl 2022.

[1] Gershuni VM, Yan SL, Medici V. Nutritional ketosis for weight management and reversal of metabolic syndrome. Curr Nutr Rep. 2018;7(3):97-106. doi:10.1007/s13668-018-0235-0

[1] Gibson AA, Seimon RV, Lee CMY, et al. Do ketogenic diets really suppress appetite? A systematic review and meta-analysis. Obesity Reviews. 2015;16(1):64-76. doi:10.1111/obr.12230[1] Crosby L, Davis B, Joshi S, et al. Ketogenic diets and chronic disease: weighing the benefits against the risks. Front Nutr. 2021;0. doi:10.3389/fnut.2021.702802