Skip to main content

Þróun rannsókna um kviðfitu (sérstaklega hjá körlum) hefur sýnt fram á hve nauðsynlegt það er fyrir menn með slíka fitu að létta sig og huga að lífsstíl sínum.

Kviðfita er hættulegri en önnur fita

Á veraldarvefnum er að finna ýmsar greinar og rannsóknir á kviðfitu. Í þeim benda vísindamenn á fjölda efna sem tengja kviðfitu við hina ýmsu sjúkdóma. Kviðfitan er því talin hættulegri en önnur fita.

Þyngdin er ekki mesta áhyggjuefnið í þessu sambandi heldur þær afleiðingar sem kviðfitan hefur á okkar innri líffæri, ss meltingalíffærin. Í grein hjá Harvard háskóla sem og Mayo Clinic getur kviðfitan eins og sér orsakað:

  • Hjarta- og og æðasjúkdóma
  • Insúlín viðnám og sykursýki 2
  • Krabbamein í ristli
  • Kæfisvefn
  • Ótímabær dauðsföll af hvaða orsök sem er
  • Háan blóðþrýsting

Tengsl heilabilunar og kviðfitu

Rannsókn hjá Kaiser Permanente í Norður Karólínu leiddi í ljós samhengi á milli heilabilunar hjá eldra fólki og þeim sem voru með töluverða kviðfitu á aldrinum 40-55 ára. Þannig voru þeir sem voru of þungir og með stóran maga 2,3 sinnum líklegri til að fá heilabilun en fólk í eðlilegri þyngd og magastærð. Þeir sem voru of þungir eða of feitir en voru ekki með stóran kvið voru 1,8 sinnum líklegri til að fá heilabilun en þeir sem voru með eðlilega þyngd og magastærð.

Hin klassíska hringrás

Það er þrennt sem skiptir máli þegar kemur að kviðfitu er næring, hreyfing og aldur. Með aldrinum minnkar vöðvamassinn, sérstaklega ef þú hreyfir þig ekki og minni vöðvamassi veldur því að líkaminn er lengur að nota hitaeiningarnar sem þú innbyrðir. Þetta er því hin klassíska hringrás lífsstílsins sem um ræðir og auðvelt að breyta til að ná tökum á góðri heilsu og vellíðan. Erfðir hafa áhrif en lífsstíllinn þó mest.

Áhrif hreyfingar

Hreyfing hefur margsinnis verið rannsökuð í heilsusamlegum tilgangi. Ein slík snérist um hvernig hreyfing hefði áhrif á kviðvitu í körlum og konum. Mengið var fólk með sykursýki 2 og ekki með sykursýki 2. Niðurstaðan eftir 6 mánaða hreyfingarprógram undir eftirliti var að þau sem höfðu sykursýki 2 léttust um 3% og áttu þar með erfiðara með að grenna sig heldur en hin sem ekki voru með sykursýki 2 því þau léttust um 18% að meðaltali.

Vítamín og næring

Við hjá Eylíf, trúum því að með góðum venjum og hreyfingu getir hver og einn bætt heilsu sína. Þess vegna höfum við lagt okkur fram við að bjóða upp á góð og hrein íslensk hráefni, til að styðja þá sem kjósa heilbrigðan lífsstíl með heilnæmum fæðubótarefnum. Við höfum lagt okkur fram við að setja saman öflug íslensk hráefni í heilsuvörurnar okkar til að stuðla að betri heilsu og efla næringarbúskapinn.

Við hjá Eylíf vöndum til verka og sækjum í sjálfbærar auðlindir úr sjó og landi. Notum hreina íslenska náttúruafurð, náttúruleg og hrein hráefni sem eru ekki erfðabreytt og stuðla að heilbrigðri sál í hraustum líkama. Þannig erum við öll færari að takast á við verkefnin í dagsins önn. Vörurnar okkar er hægt að skoða hér

Stronger LIVER

Stronger LIVER frá Eylíf,  inniheldur uppbyggjand næringarefni frá sjálfbærum auðlindum til sjávar og sveita. Innihaldsefnin eru kítósan sem bindur fituefni í meltingavegi, ætihvönn sem hefur verið notuð frá örófi alda við meltingatruflunum, kísil og kalkþörunga úr hafinu sem innihalda 74 stein- og snefilefni frá náttúrunnar hendi og við styrkjum blönduna með C vítamíni, kólín og mjólkurþistli sem eru þekkt fyrir að hafa góð áhrif á meltinguna og starfsemi lifrar.

  • Stuðlar að viðhaldi eðlilegarar starfsemi lifrar og að eðlilegum fituskiptum. Kólín stuðlar að eðlilegum fituefnaskiptum. Kólín stuðlar að viðhaldi eðlilegarar starfsemi lifrar. Kólín stuðlar að eðlilegum efnaskiptum að því er varðar hómósystem (hómósystem er áhættuþáttur æðarsjúkdóma).
  • Dregur í sig fituefni í meltingavegi Kítósan eru náttúrulegar trefjar og hafa þann góða eiginleika að draga í sig fituefni í meltingavegi. Þess vegna er mikilvægt að taka D vítamin 2 klst síðar, svo það nýtist líkamanum.
  • Öflugur liðsauki fyrir meltinguna og við meltingatruflunum.  Kalsíum stuðlar að eðlilegri starfsemi meltingarenzýma.  C vítamín stuðlar að eðlilegum orkugæfum efnaskiptum  C vítamín stuðlar að því að verja frumur fyrir oxunarálagi.  (Kalsíum, C vítamín)
  • Góð næring fyrir þarmaflóruna. Varan inniheldur Kítósan sem eru náttúrulegar trefjar úr rækjuskel og hafa rannsóknir sýnt að þarmaflóran nýtur góðs af. Kítósan nærir okkar eigin þarmaflórugerla (Prebiotics).
  • Verndar beinin og mýkir húðina.  Kalsíum er nauðsynlegt fyrir viðhald eðlilegra beina og tanna. C vítamín stuðlar að eðlilegri myndun kollagens fyrir eðlilega myndun húðar. Magnesíum stuðlar að viðhaldi eðlilegra beina og tanna (Kalsíum,  C vítamín, Magnesíum)
  • Góð steinefnaviðbót, kalkþörungarnir innihalda 74 stein- og snefilefni frá náttúrunnar hendi  (Kalkþörungar & GeoSilica)
  • Án allra aukaefna
  • Ekki er ráðlagt að taka meira en ráðlagður dagskammtur segir til um þe. 2 hylki á dag.
  • Í glasinu er 45 daga skammtur, 90 hylki.

Mælt er með að taka ekki D vítamín á sama tíma, gott að láta líða 1-2 klst á milli

Inniheldur skelfisk (kítósan sem unnið er úr rækjuskel) 

Hér má sjá leyfilegar fullyrðingar innihaldsefnanna frá Matvælastofnun Íslands:

  • Kólín stuðlar að eðlilegum fituefnaskiptum.
  • Kólín stuðlar að viðhaldi eðlilegarar starfsemi lifrar.
  • Kólín stuðlar að eðlilegum efnaskiptum að því er varðar hómósystem
  • C vítamín stuðlar að eðlilegri myndun kollagens fyrir eðlilega starfsemi beina, brjósk og æðastarfsemi
  • C vítamín og Joð stuðla að eðlilegum orkugæfum efnaskiptum
  • C vítamín stuðlar að því að verja frumur fyrir oxunarálagi
  • Kalsíum er nauðsynlegt fyrir viðhald eðlilegra beina og tanna
  • Kalsíum stuðlar að eðlilegri starfsemi taugakerfisins og að eðlilegri vöðvastarfsemi
  • Kalsíum stuðlar að eðlilegri starfsemi meltingarenzýma
  • Magnesíum og C vítamín stuðla að því að draga úr þreytu og lúa
  • Magnesíum stuðlar að eðlilegri starfsemi taugakerfisins og að eðlilegri vöðvastarfsemi
  • Magnesíum stuðlar að viðhaldi eðlilegra beina og tanna
  • Magnesíum stuðlar að eðlilegum orkugæfum efnaskiptum

Heimildir:

https://www.health.harvard.edu/staying-healthy/taking-aim-at-belly-fat (skoðað 2. febrúar)

https://www.mayoclinic.org/healthy-lifestyle/mens-health/in-depth/belly-fat/art-20045685 (skoðað 1.febrúar 2022)

https://spotlight.kaiserpermanente.org/larger-abdomen-in-midlife-increases-risk-of-dementia-according-to-a-new-kaiser-permanente-division-of-research-study/ (skoðað 2. febrúar)

Effect of exercise on abdominal fat loss in men and women with and without type 2 diabetes by

Devon A Dobrosielski, Bethany Barone Gibbs, Sameer Chaudhari, Pamela Ouyang, Harry A Silber, Kerry J Stewart. https://bmjopen.bmj.com/content/3/11/e003897.info (skoðað 1. febrúar 2022).