Skip to main content

Beinin bera okkur uppi

Hefurðu velt því fyrir þér hve oft beinin endurnýjast yfir ævina, hvað þarf til að halda beinum heilbrigðum og hvernig þú getur fjárfest í beinum til að standa sterkari?

Rannsóknir á beinum hafa leitt í ljós að þau eru lifandi vefur og byggja styrk sinn á kalki sem þau endurnýja í sífellu og deila með allri líkamsstarfseminni. Þessi starfssemi er öflug því beinvefurinn endurnýjar sig til fulls yfir sjö ára tímabil en hún kallar á að við innbyrðum næringarefni sem styðja við endurnýjunina.

Í rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum og fjallaði um nauðsynleg næringarefni fyrir beinin og hvort þau væri að jafnaði að finna í matarræði íbúa Norður-Ameríku, kom í ljós að meirihluti þeirra sem tóku þátt í rannsókninni voru undir mörkum í D-vítamíni og kalki ásamt því að stunda ónæga hreyfingu.[1]

Embætti landlæknis ásamt Matvælastofnun og Rannsóknarstofu í næringarfræði lét framkvæma könnun á mataræði Íslendinga árin 2010-2011.

Sú könnun leiddi í ljós að enginn aldurshópur fyrir utan karla 45-60 ára náðu ráðlögðum dagskammti að meðaltali á D-vítamíni. Neysla á D-vítamíni er því langt undir ráðleggingum hjá þorra þjóðarinnar og öllum þeim sem ekki taka lýsi eða annan D-vítamíngjafa að staðaldri.

Í könnunni kom í ljós að kalk í fæði hefur minnkað vegna minni mjólkurneyslu en flestir aldurshópar náðu þó ráðlögðum dagskammti fyrir kalk að meðaltali nema elsti aldurshópur kvenna. Þá leiddi könnunin einnig í ljós að meirihluti fólks eða 69%, tekur einhver bætiefni af og til. Þeir sem taka bætiefni nokkurn veginn daglega eru þó í minnihluta; um 21% taka lýsi daglega, 10% taka fjölvítamín, 8% taka Omega-3 og enn færri taka önnur bætiefni.[2]

Þessar niðurstöður segja svo ekki verðum um villst að vöntun er á inntöku á D-vítamíni og kalki að öllu jöfnu og að við séum ekki að fá þessi nauðsynlegu næringarefni úr fæðunni. Þá er fólk heldur ekki að taka inn fæðubótarefni reglulega til að tryggja meðal annars rétta samsetningu næringar fyrir beinin en D-vítamín er mikilvægt til að kalkið nýtist í fæðunni.

Í lokaverkefni til BS í hjúkrunarfræði, sem bar heitið D-vítamín: Heilsuefling og hlutverk hjúkrunarfræðinga,  rannsökuðu þær Huldís Mjöll Sveinsdóttir og Sigrún Eydís Garðarsdóttir áhrif D-vítamínskorts á heilsu fólks. Þær komu inn á margar rannsóknir sem vörpuðu ljósi á afleiðingar D-vítamínsskorts og vísbendingar um myndun langvinnra sjúkdóma, stoðkerfiskvilla hjá eldri einstaklingum (beinþynningar, beinmeyru og vöðvaslappleika) og beinkramar hjá ungu fólki.[3]

Við getum því öll verið sammála um að vísbendingar eru um að almennt innbyrðum við of lítið af D-vítamíni og kalki en þessi tvö næringarefni eru grunnurinn að heilbrigðum beinum og um leið forvörn gegn öðrum sjúkdómum þeim tengdum.

Fjárfesting í beinum snýst því um góða næringu og hreyfingu ásamt náttúrulegum, viðurkenndum, lífrænum fæðubótarefnum.

Kalkþörungar sem eru í vörum Eylífar eru mjög kalkríkir og innihalda einnig 74 stein- og snefilefni frá náttúrunnar hendi. Þeir vaxa villtir á sjávarbotni Arnarfjarðar og eru nýttir til mann- og dýraeldis.

Við bætum einnig við kísil frá GeoSilica því gott er að bæta upp það magn kísils sem ekki næst úr almennri fæðu. Svo að lokum til þess að efnin nýtist sem best þá bætum við einnig C og D3 vítamín við blönduna til að kalkið í kalkþörungunum nýtist betur. Eylíf vörurnar sem innihalda kalkþörunga eru: Active JOINTS, Stronger BONES og Happier GUTS

Allar Eylíf vörurnar
Leyfilegar heilsufullyrðingar:

D vítamín stuðlar að viðhaldi eðlilegra beina og viðhaldi eðlilegrar vöðvastarfssemi. Kalsíum er nauðsynlegt fyrir viðhald eðlilegra beina og tanna. Magnesíum stuðlar að viðhaldi eðlilegra beina og tanna.  C vítamín stuðlar að eðlilegri myndun kollagens fyrir eðlilega starfsemi beina, brjósk, góma, tanna, húðar og æðastarfsemi. 

Heimildir:

[1] Essential Nutrients for Bone Health and a review of their Availability in the Average North American Diet by Charles T. Price, Joshua . Langford and Frank A. Liporace (birt í The Open Orthopaedics Journal, 2012, 6. 143-149).

[2] Hvað borða Íslendingar?  Landskönnun á matarræði Íslendinga 2010-2011. Embætti Landslæknis, Matvælastofnun (MAST) og Rannsóknarstofa í næringarfræði.

[3] D-vítamín: Heilsuefling og hlutverk hjúkrunarfræðinga. Lokaverkefni til BS prófs í hjúkrunarfræði. Höfundar: Huldís Mjöll Seinsdóttir og Sigrun Eydís Garðarsdóttir. Júní 2012.

[blog_posts style=”normal” columns=”3″ columns__md=”1″ cat=”71″ image_height=”56.25%”]