Skip to main content

 

Geðheilsan og G-vítamínin

Hefurðu velt því fyrir þér hvernig þú vilt eldast? Hvernig lífi þú vilt lifa þegar árin færast yfir? Allar ákvarðanir dagsins í dag eru ákvarðanir fyrir framtíðina, það sem þú velur í dag hefur áhrif.

Eitt af slíkum ákvörðunartólum eru G vítamínin sem Geðhjálp hefur sett fram á áhrifaríkan hátt.

Atriði eins og að borða hollan mat í félagsskap annarra, muna að brosa, hugsa jákvætt (því það er léttara), flækja ekki lífið að óþörfu, gera góðverk í laumi og fleiri, vekja okkur til umhugsunar um þau áhrif sem við getum haft á heilsu okkar og viðhorf.

Hreyfing er góð forvörn

Eitt af G vítamínunum er hreyfing, að hreyfa sig daglega. Það er ekki einungis gott fyrir sálina að fara út og ganga heldur er það líka góð forvörn en sterkar vísbendingar eru um að draga megi til dæmis úr hættu á krabbameini með því að borða hollan mat og hreyfa sig reglulega[1]

Landlæknir gefur úr ráðleggingar um hreyfingu þar sem kemur fram að hreyfing hefur áhrif á heilsu og líðan allra hópa. Allir fullorðnir ættu að hreyfa sig reglulega, að minnsta kosti rösklega í 150 mínútur á viku ásamt því að stunda hreyfingu sem styrkir vöðva að minnsta tvo daga vikunnar.[2]

Hláturinn lengir lífið

Hlátur er hluti af G vítamínunum enda er gott að hlæja með öðrum og svo er líka sagt að hláturinn lengir lífið. Að gefa sér tíma til að ræða við fólkið sitt, sjá jákvæðu hliðarnar og hlæja saman er ómetanleg vítamínsprengja sem á fáa sína líka. Rannsókn á árangri hlátursmeðferðar á sjúklingum með kransæðasjúkdóm leiddi í ljós að þeir sem horfðu reglulega á gamanþætti höfðu ávinning fyrir hjartað og blóðrásarkerfið samanborið við þá sem horfðu á alvarlegar heimildarmyndir.[3] 

Hamingjuhormónið, Serótónin, er taugaboðefni sem hefur áhrif á svefn, almenna virkni og matarlyst. Það er lífsnauðsynlegt hormón og eykst við hreyfingu, hlátur og við það sem veitir okkur ánægju. [4]

Leiktu þér

Fullorðið fólk virðist oft á tíðum hafa gleymt þeim hæfileika að leika sér. Við erum ekki endilega að tala um fallna spýtu eða brennó heldur einfaldlega að flissa, búa til snjóengla og halda búningapartý með fjölskyldunni. Það er öllum hollt að taka lífið ekki of alvarlega og sjá gleðina í litlu hlutunum.

Leikur ásamt því að gleyma sér og brosa framan í spegilinn gefur öllum andlega næringu og góðar minningar sem ylja þegar árin færast yfir.

Góð vítamínblanda

Andleg og líkamleg heilsa haldast ævinlega í hendur, þær eru systur sem styðja við hvor aðra. Við hjá Eylíf hvetjum öll að huga að heilsunni og taka meðvitaða ákvörðun um það hvernig þið viljið eldast, hvernig þið viljið næra ykkur andlega og líkamlega.

Við stöndum vaktina með ykkur, bjóðum upp á heilnæm vítamín úr íslenskri náttúru sem við teljum að sé góð í bland við G vítamín Geðhjálpar.

Við vitum það öll að heilsan er dýrmætust, hugsum vel um hana!

Heimildir:

[1]https://www.krabb.is/fraedsla-forvarnir/heilsan-min-mitt-lif/12-leidir/hreyfing/

[2] https://island.is/hreyfing-radleggingar-landlaeknis

[3] https://academic.oup.com/eurheartj/article/44/Supplement_2/ehad655.2593/7391010?login=false

[4] https://www.visindavefur.is/svar.php?id=6507

 

 

Leave a Reply