Skip to main content

Einn af orsakavöldum bólgna í líkamanum eru ónæmisviðbrögð en þau gerast við snögga árás á líkamann eins og beinbrot, vírusar, bakteríur og svo framvegis en bólga skv. vísindavefnum er staðbundið ósérhæft varnarsvar líkamans. Þegar þessar snöggu bólgur koma fram meðhöndlum við þær all snarlega og yfirleitt ganga þær yfir á einhverjum tíma.

Þegar bólgurnar verða krónískar (langvinnar) lýsir það sér í stöðugum bólgum en einnig liðverkjum. Vísbendingar um slíkar krónískar bólgur getur verið orkuleysi, þreyta, svefnleysi, sjúkdómar í meltingarveginum og mikil streyta.

Við getum gert ýmislegt til að fyrirbyggja og draga úr krónískum bólgur og kemur næringin, hreyfing og góður svefn þar sterkt inn. Með því að næra okkur með heilnæmum mat og góðum vítamínum, hreyfa okkur reglulega og gæta þess að fá nægan svefn getum við unnið okkur í haginn og fyrirbyggt þannig bólgur í líkamanum.  Heilsumarkþjálfar vinna með skjólstæðingum sínum í að finna hvaða matarræði hentar hverjum og einum og hvaða vítamín er best að taka. Best er að skoða innihaldslýsingar og halda sig við náttúruleg og hrein hráefni sem ekki eru erfðabreytt.

Mikil nýsköpun hefur átt sér stað á síðustu árum með okkar hreinu íslensku náttúruafurð meðal annars úr hafinu við landið. Samstarfsnet hafa sprottið upp og hefur Sjávarklasinn til að mynda átt stóran þátt í að ýta undir nýsköpun í haftengdri starfsemi. Við leituðum því ekki langt yfir skammt heldur tengdumst þessu samstarfsneti og vinnum okkar vítamín úr hreinum íslenskum náttúruafurðum úr sjó og landi.

Þannig svörum við kalli hins heilbrigða lífsstíls og bjóðum upp á 100% náttúrulegar vörur eins og til dæmis Active JOINTS, Stronger BONES og Happier GUTS sem geta létt undir í að finna gott jafnvægi.

Kollagen
[blog_posts style=”normal” columns=”3″ columns__md=”1″ cat=”71″ image_height=”56.25%”]