Skip to main content

Það er dásamlegt hve við höfum margar áhrifaríkar lækningajurtir við bæjarlækinn ef svo má að orði komast. Íslensk gæða hráefni hvert sem litið er og erum við afar lánsöm og þakklát að njóta samstarfs við fagaðila sem rækta og vinna úr þessum jurtum.

Jurtirnar á Íslandi

Þær eru einstakar og alveg ótrúlega kröftugar. Þær hafa aðeins 3-4 mánuði til að blómstra og þurfa svo að lifa af erfiðan vetur, þannig að krafturinn í þeim er alveg magnaður. Jurtirnar hafa í gegnum aldanna rás haldið lífi í okkur Íslendingum og voru forfeður okkar einstaklega natnir við að nýta þær og nota þær einnig í lækningatilgangi.

Birkilaufin áhrifaríku

Birkilauf eru eitt þessara áhrifaríku lækningajurta sem við notum í Eylíf vörulínuna. Laufin eru handtínd skv. gamalli hefð hjá íslensku, rótgrónu fjölskyldufyrirtæki í Hafnarfirði.

Í rannsóknarvinnu okkar um styrk íslenskra jurta rákust við á rit Björns Halldórssonar frá Sauðlauksdal sem kom út á 18. öld. Grasnytjar heitir það og þar fjallar Björn um birkisafa og birkilauf meðal annars og segir þau “eyða öllum þeim meinsemdum sem fylgja gallsteinum” en laufin verði að vera “snemma tekin á vori og vel þurrkuð við vind.” Ritið var endurútgefið árið 1983 og er góð heimild um hvernig íslenskar jurtir voru nýttar af forfeðrum okkar með góðum árangri.

Bólgueyðandi og hreinsar blóðið

Í bók Arinbjargar L. Jóhannsdóttur, Íslenskar lækningajurtir sem upphaflega kom út árið 1998 er fjallað um birkið og lækningamátt þess meðal annars. Arinbjörg fer ítarlegra í umfjöllun sinni um birkilaufið. Hún segir að í birkinu séu ýmis áhrifarík efni sem talin eru bólgueyðandi, þvagdrífandi, svitadrífandi, örva lifrina og hreinsa blóðið.  Birkið er því talið styrkjandi fyrir nýrun og ásamt öðrum jurtum öflugt til að vinna á gigt. Birki er einnig gott við exemi, það er blóðþrýstingslækkandi og bjúgeyðandi. Einnig viljum við benda á mjög fróðlega lesningu um náttúrulyf og önnur náttúruefni á síðunni Jurtalyf.is

Við völdum að nýta birkilaufin í Active JOINTS blönduna okkar til að auka liðleika, minnka bólgur og vinna á gigt.

Öflug og hrein íslensk gæða hráefni

Við höfum lagt okkur fram við að setja saman öflug efni í vítamínin okkar og eru birkilauf hluti af þeirri vegferð. Eins og áður segir er þau að finna í Active JOINTS vítamíninu okkar, sérhannaðri blöndu sem inniheldur íslensk næringarefni með margra ára rannsóknir að baki, sem sýna fram á góð áhrif fyrir bein, liði og tennur.  Birkilaufið er dæmi um náttúrulyf sem við höfum valið af kostgæfni til að styrkja  þá áhrifaríku vítamínblöndu sem Active JOINTS er.

Við vöndum til verka og sækjum í sjálfbærar auðlindir úr sjó og landi. Notum hreina íslenska náttúruafurð, náttúruleg og hrein hráefni sem eru ekki erfðabreytt og stuðla að sveigjanlegri líkama, því með sveigjanlegri líkama erum við færari á að takast við verkefnin í dagsins önn.

Heimildir:

Íslenskar lækningajurtir, Arnbjörg L. Jóhannsdóttir (Mál og Menning, Reykjavík 1998) og Grasnytjar, rit Björns Halldórssonar frá Sauðlauksdal. (Búnaðarfélag Íslands, Reykjavík 1983)

Birch leaf

Leyfilegar heilsufullyrðingar:

D vítamín stuðlar að viðhaldi eðlilegra beina og viðhaldi eðlilegrar vöðvastarfssemi. Kalsíum er nauðsynlegt fyrir viðhald eðlilegra beina og tanna. Magnesíum stuðlar að viðhaldi eðlilegra beina og tanna.  C vítamín stuðlar að eðlilegri myndun kollagens fyrir eðlilega starfsemi beina, brjósk, góma, tanna, húðar og æðastarfsemi.