Skip to main content

Við vitum að húðin er stærsta líffæri líkamans og eitt það fullkomnasta.

Helsta hlutverk húðarinnar er að: 

  • Verja okkur gegn utanaðkomandi áreiti
  • Framleiða D vítamín fyrir líkamann
  • Hitastilla líkamann
  • Losa okkur við úrgangsefni 
  • Hindra vökvatap
  • Er eitt aðal skynfærið okkar 

Ef við skoðum húð og hár á börnum sjáum við hve glansandi og heilbrigð þau eru. Líkaminn starfar í fullkomnu jafnvægi og næringarbúskapurinn er góður að öllu jöfnu. Húðin skiptist í þrjú lög, þe. Ysta lag sem kallast húðþekja, leðurhúð sem er undir húðþekjunni og svo undirhúð.  Frumur í húðinni eru í stöðugri endurnýjun og geymir undirhúðin fituna í líkamanum og djúpt í húðþekjunni eru litafrumurnar. 

Þegar við eldumst minnkar grunnframleiðsla líkamans, leðurhúðin er teygjanleg og þegar við eldumst missir húðin teygjanleikann. Því verður nauðsynlegt til að stuðla að jafnvægi, gæta heilbrigðis og að bæta gæða næringarefnum við búskapinn. Við getum nært húðina að innan með því að neyta vel samsettrar fæðu og gæta þess að fá öll bestu næringarefnin, ss. vítamín steinefni, sölt og góðgerla. Mataræði sem nærir og styrkir húðina er td. grænmeti, trefjar og ávextir. Grænmeti og ávextir eru trefjarík og það styður við framleiðslu á okkar náttúrulegu góðgerlum. Gæta þarf þess vel að fá nægan vökva, best er að drekka ríkulega af vatni á hverjum degi, oft á dag. 

Við verðum að virða húðina og hirða hana reglulega, til dæmis er mjög gott ráð að þurrbursta húðina reglulega. Þá styrkjum við húðina, örvum hana til að starfa og hún smyr sig sjálf. Vítamín sem eru talin gagnast húðinni sérstaklega eru A vítamín, C vítamín, E vítamín, og snefilefnin selen, sink, kopar og joð. 

Góð uppbyggjandi undirstöðuefni húðar og hárs.

Rannsóknir hafa sýnt fram á að kísill er nauðsynlegur fyrir eðlilega myndun beina og annarra fruma og stuðlar að jafnvægi milli kalks og magnesíums í líkamanum. Þá örvar hann einnig myndun kollagens sem er ein aðal uppistaðan í myndun bandvefs og er að finna í beinum, húð og hári svo fátt eitt sé nefnt. Meðal inntaka Vesturlandabúa af kísil úr fæðu er langt undir viðmiðunarmörkum en geta líkamans til að taka kísil úr fæðunni minnkar með aldrinum og eru konur á Vesturlöndum í sérstökum áhættuhóp hvað þetta varðar.

Kollagen er nauðsynlegt og er eitt helsta byggingarefni líkamans allt að 30% af próteini líkamans gerð úr kollageni. Kollagen er lífsnauðsynlegt prótein sem finnst í bandvefjum líkamans, þar sem það tengir saman vefi og líffæri líkamans. Þegar við eldumst hægist á framleiðslu kollagena sem leiðir til þess að við fáum slakari húð, hár los og aumari liði. Það er hægt að bæta á búskap kollagena og viðhalda góðu jafnvægi með því að bæta því við fæðuna. 

Kalkþörungar hafa verið taldir hluti af heilbrigðum lífsstíl í Austur-Asíu í mörg hundruð ár en í þeim má finna steinefni, Omega-3 fitusýrur, trefjar og andoxunarefni. Faraldsfræðilegar rannsóknir sýna að lægri tíðni er á langvinnum sjúkdómum í Austur-Asíu, eins og krabbameini og hjarta- og æðasjúkdómum sem rakið er til heilbrigðra lífshátta og matarræðis sem inniheldur m.a. kalkþörunga. Til upplýsingar eru faraldsfræðilegar rannsóknir þær sem rannsaka útbreiðslu og orsök sjúkdóma hjá hópum manna þar sem megin viðfangsefni rannsóknanna er samband áreitis (exposure) og útkomu (outcome).

Kítósan ensím úr rækjuskel   (LipoSan Ultra) hafa verið rannsökuð og eins og við greinum frá í vörulýsingu okkar er niðurstaðan sú að þau stuðla að bindingu neikvæðrar fitu í meltingarvegi þannig að hún fari ekki út í blóðrásina og hjálpar þar af leiðandi m.a. til við að halda kjörþyngd. Kítósan eru náttúrulegar trefjar sem draga vökva í sig í meltingaveginum og auka þannig ummál hægða sem gerir það að verkum að meltingin lagast. 

Kítósan er einnig talið vera hið fullkomna Keto næringarefni. Það er fullt af trefjum og C-vítamíni og orkugefandi. Megin uppistaðan í LipoSan Ultra er efnið kítósan sem styrkir meltingu, er bakteríudrepandi og lækkar blóðsykur. Allt eru þetta áhrif sem bæði koma í veg fyrir og eru nýtt við meðhöndlun langvarandi sjúkdóma.

Öll þessi næringarefni eru sótt í hafið við Ísland.

Eylíf býður upp á vörur sem innihalda þessi næringarefni ss. Smoother SKIN & HAIR inniheldur kollagen, Astaxanthin, GeoSilica kísil og nokkrar tegundir af vítamínum og snefilefnum sem eru nauðsynleg fyrir húðina. Happier GUTS og Stronger LIVER innihalda kítósan sem næra slímhúðina okkar og er góð næring fyrir gerlaflóruna okkar.  Active JOINTS og Stronger BONES innihalda ríkulega af kalkþörungum og af GeoSilica kísil. 

Heimildir: 

Menntamálastofnun. 2022. https://vefir.mms.is/flettibaekur/namsefni/mannslikaminn/66/ (skoðað 16.3.2022) 

[blog_posts style=”normal” columns=”3″ columns__md=”1″ cat=”71″ image_height=”56.25%”]

Leave a Reply