Við getum öll verið sammála um að skilgreining á meltingarstarfssemi sé sú að þegar það sem við innbyrðum skilar næringu í kroppinn og við losum okkur við það sem umfram er án erfiðleika. Að það sem fari inn, fari út án næringarefna.
Samt er það nú svo að þessi mikilvægi ferill í likamstarfsseminni er oft á tíðum sýktur án þess að við gerum okkur endilega grein fyrir því, sem veldur vanlíðan því meltingin spilar lykilhlutverki í andlegri og líkamlegri heilsu. Meltingarvegurinn hefst í munni og endar í endaþarmi, á leiðinni koma mörg líffæri við sögu sem tengast honum og leggja til meltingarsafa. Líffæri eins og lifur, bris og fjölmargir smærri kirtlar.
Oft eru það kvíði, áhyggjur, stress og tilfinningalegt ójafnvægi sem geta leitt til truflunar í líkamsstarfseminni og þá ýtt undir meltingarfærasjúkdóma. Ef einkenna eins og til dæmis uppþembu, verkja í efra og neðra meltingarsvæðs, vindgangs, harðlífis, ropa, brjóstsviða, bragðsskynsbreytinga, ógleði og uppkasta gætir er nauðsynlegt að staldra aðeins við, skoða tilfinningalega líðan, lífsstíl og matarræðið betur.
Lífræn fæðubótarefni eiga að vera jafn sjálfsögð og lífrænt ræktaður matur. Að bæta við mikilvægum fæðubótarefnum við búskapinn sem binda neikvæða fitu í meltingarvegi, hjálpa til við framleiðslu á meltingarensímum, stuðla að heilbrigðum meltingarvegi og hjálpa til við upptöku næringarefna úr fæðunni er lýðheilsumál sem við ættum öll að veita athygli.
Það er því ágætis byrjun að skoða matarræðið þegar einkenna verður vart, halda jafnvel matardagbók, átta sig á hvað maturinn er í raun að gera fyrir okkur, því örverurnar í meltingarveginum dafna á þeirri fæðu sem við setjum ofan í okkar.
Með því móti styðjum við líkama okkar til heilbrigðis, bjóðum sjúkdómum birginn og veljum að vinna að okkar eigin heilbrigði og velsæld til framtíðar.
[blog_posts style=”normal” columns=”3″ columns__md=”1″ cat=”71″ image_height=”56.25%”]