Skip to main content

 

 

Ólöf Rún Tryggvadóttir stofnandi Eylífar fékk tækifæri til að kynna Eylíf á viðburði á vegum íslenska sendiráðsins í London þann 5.maí sl. í Fishmongers Hall.

Viðburðurinn var um fullnýtingu sjávarafurða, þar sem Eylíf notar tvö hráefni sem eru fullnýtt úr sjávarafurðum. Það eru kítósan sem er ensým úr rækjuskel og er framleitt af Primex á Siglufirði og kollagen sem er unnið úr fiskbeinum bæði hjá Protis á Sauðárkróki og hjá Codland í Grindavík.

Það er frábært tækifæri fyrir stofnanda Eylífar að fá að kynna vörurnar og segja frá út á hvað viðskiptahugmyndin gengur.

Á fundinum voru aðilar úr sjávarútveginum í Bretlandi sem voru áhugasamir um fullnýtingu sjávarafurða á Íslandi. Bresku fyrirtækin hafa áhuga á að læra meira um fullnýtingu sjávarafurða og jafnvel að byggja á sömu hugmyndafræði og Íslenski Sjávarklasinn gerir, þe. að virkja sprota til að koma breytingum af stað í fullnýtingunni.

Íslensku aðilarnir sem komu að viðburðinum voru fyrirlesarnir sem eru taldir upp hér neðar, ásamt Sendiherra Íslands í Bretlandi, Sturla Sigurjónssyni.

Ísland er komið mun lengra en aðrar þjóðir í fullnýtingunni og eru bretar tilbúnir í samstarf með íslenskum fyrirtækjum til að læra af þeim.

Aðrir aðilar sem voru með framsögu voru:

Dr. Þór Sigfússon frá Íslenska Sjávarklasanum

Dr. Alexandra Leeper fráÍslenska Sjávarklasanum

G. Fertram Sigurjónsson frá Kerecis

Hrönn Margrét Magnúsdóttir frá Feel Iceland

Erna Björnsdóttir frá Íslandsstofu

Hjálagt eru myndir af fólkinu sem stóð að viðburðinum.

Frá vinstri er: Dr. Alexandra Leeper, Ólöf Rún Tryggvadóttir, Erna Björnsdóttir, G.Fertram Sigurjónsson, Sturla Sigurjónsson, Dr. Þór Sigfússon, Hrönn Margrét Magnúsdóttir og Simon Dwyer.

Fréttatilkynning um viðburðinn