Skip to main content

 

 

Langlífi og góð heilsa á Blue Zone svæðunum

Það er áhugavert að hugsa til þess hve við eldumst misjafnlega, hvernig við förum með okkur bæði likamlega og andlega á lífsleiðinni og hvernig heilsu við uppskerum þegar á efri ár er komið. Að sjálfsögðu er hreyfing og næring eitt það mikilvægasta sem við gerum en samkvæmt lífsspeki hinna svokölluðu Blue Zone svæða kemur meira til.

Blue Zone svæðin eru fimm víðsvegar í heiminum; Lomo Linda í Kaliforníu, Nicoya í Kosta Ríku, Sardinía á Ítalíu, Íkaria í Grikklandi og Okinawa í Japan. Þar þykir ekkert tiltökumál að ná háum aldri og fólk býr með fjölskyldu sinni og heldur áfram að gefa af sér.

Í TED fyrirlestri sínum ,,How to live to be 100+” segir Dan Buettner frá rannsóknum sínum á lífsstíl íbúa Blue Zone svæðanna. Hann fullyrðir að þetta hafi ekkert með gen að gera því þau séu aðeins 10% ástæða langlífis íbúanna heldur sé það lífsstíllinn sem sé aðal áhrifavaldurinn.

Hann tekur dæmi um konu sem hjólar í vinnuna 102 ára, lækni sem gerir hjartaaðgerðir 94 ára með góðum árangri og hvernig 104 ára kona lýsir hve hún nýtur þess að fá langalangalangömmu stelpuna sína í fangið.

Íbúar Blue Zone svæðanna eiga heilbrigðan lífsstíl sameiginlegan. Þeir borða að mestu leyti plönturíkt fæði, litríka fæðu og borða sig 80% sadda. Hreyfingin er ávallt í samræmi við verkefni, þau beygja sig í hnjánum, sitja á gólfinu, taka stigann og nota frekar hendurnar en rafmagnstækin í eldhúsinu. Ekki er talin ástæða til að hamast í ræktinni eða hlaupa maraþon til að ná góðri heilsu.

Tilgangurinn spilar stórt hlutverk því með því að finna þinn tilgang vaknarðu glaðari og gengur glaðari til starfa. Og síðast en ekki síst þá er það sjálfsagður hluti af lífinu á Blue Zone svæðunum að tilheyra hópum þar sem meðlimirnir fylgjast að í gegnum lífið, eru ávallt til staðar fyrir hvert annað og styðja við bakið á hvert öðru, sýna samkennd og kærleiksríkt viðhorf.

Íbúar á Blue Zone svæðunum verja minni fjármunum til heilbrigðisþjónustu en önnur samfélög í heiminum og hafa verið hvatning til sveitarfélaga víðsvegar um heim að taka upp Blue Zone aðferðarfræðina þar sem unnið er markvisst að því að efla samfélagið og umhverfið fyrir íbúa.

Allar rannsóknir sem tengjast Blue Zone svæðunum komast að sömu niðurstöðu, að langlífi tengist lífsstílnum. Íslensku hjónin þau Guðjón Svansson og Vala Mörk, ferðuðust um Blue Zone svæðin með tveimur yngstu sonum sínum fyrir nokkrum árum. Þau dvöldu einn mánuð á hverjum stað og gáfu út bók um ferðalagið og uppgötvanir sínar þegar heim var komið. Lykilhugtök eins og tilgangur, virkni, viðhorf, seigla og samkennd koma þar sterkt fram eins og í öðrum rannsóknum og frásögnum um Blue Zone svæðin. Bók þeirra Guðjóns og Völu nefnist Lifðu – 8 leiðir að bættri heilsu og aukinni hamingju. Þau skipta henni upp í 8 kafla sem tengist lífsstíl íbúa Blue Zone svæðanna;  Tilgangur, næring, virkni, hvíld, fólkið mitt, náttúran, viðhorf og samfélagið. Það er óhætt að mæla með lestri þessarar bókar því hér þjónar tilgangurinn svo sannarlega meðalið.

Já það er svo sannarlega áhugavert að skoða hve við eldumst misjanflega, hvernig viðhorfin og lífsstíllinn spila þar inn í og síðast en ekki síst hvernig næringu við veljum til að byggja okkur upp líkamlega og andlega.

Eylíf tekur þátt í þessari uppbyggingu af fullum þunga því okkar ástríða er að bæta líf og heilsu fólks með hreinum efnum úr náttúrunni. Engin aukaefni heldur íslensk gæða hráefni. Við styrkjum blöndurnar með ýmsum vítamínum til að innihaldsefnin nýstist sem best fyrir alla sem vilja heilbrigða sál í hraustum líkama.

Vörurnar okkar eru ætlaðar fyrir góða almenna heilsu og er vinsælasta varan Active JOINTS sem inniheldur 4 hrein íslensk hráefni frá sjálfbærum auðlindum. Aðrar vörur eru: Stronger BONES, Smoother SKIN & HAIR, Happier GUTS og nýjasta varan er Stronger LIVER.