Skip to main content

Geðheilir þarmar

 

Þú ert það sem þú borðar er frasi sem við heyrum oft og lætur nærri lagi því tengsl sjúkdóma og meltingarvegarins eru töluverð skv. hinum ýmsu rannsóknum sem hægt er að lesa um á veraldarvefnum. Heilbrigð þarmaflóra er því gríðarlega mikilvæg fyrir almennt heilbrigði. Þannig hefur verið sýnt fram á að röskun á þarmaflórunni með viðeigandi áhrifum á ónæmiskerfið og taugakerfið getur leitt til allskyns sjúkdóma s.s. þunglyndis og annarra geðsjúkdóma.[1]

Vísindamenn og heilbrigðisstéttir eru því farin að gefa þarmaflórunni meiri gaum því heilbrigð þarmaflóra viðheldur heilbrigðu ónæmiskerfi, hún stjórnar einnig ýmsum efnaskiptum og berst gegn óhagstæðum bakteríum.

Og af því að þessi áhrif eru til staðar þá gefur það auga leið að hægt er að hafa jákvæð áhrif á geðheilsuna með því að huga vel að þarmaflórunni, byggja hana upp og styrkja.

Matarræði, hreyfing, langvarandi streita og svefnleysi eru allt atriði sem hafa áhrif á þarmana og meltinguna sem við getum unnið með og hjálpað þar af leiðandi okkur sjálfum.

Geðheilir þarmar eru því eftirsóknarverðir og með því að veita matarvenjum athygli, borða mikið af trefjum sem fást úr ávöxtum, grænmeti, baunum og hnetum, hreyfa sig a.m.k. 30 mínútur á dag, stjórna streitu, gæta svefns og huga að vítamínbúskapnum getum við breytt geðheilbrigði okkar til hins betra. 

Býr sannleikurinn í saurnum?  Við heyrðum áhugavert viðtal við Birnu G. Ásbjörnsdóttur doktorsnema í Heilbrigðisvísindum hjá Harvard. Hún ræddi við Bylgjuna um að sannleikurinn býr í saurnum. Hér er hægt að hlusta á viðtalið.

Heilsan er dýrmætust segjum við hjá Eylíf og þykir okkur fátt eins mikilvægt og að halda meltingunni og þarmaflórunni í góðu lagi þar sem hún spilar lykilhlutverk í andlegri og líkamlegri heilsu. Eylíf býður upp á tvær vörur sem eru sérstaklega ætluð fyrir meltinguna, það eru Stronger LIVER og Happier GUTS.

Happier GUTS  inniheldur fjögur íslensk gæðahráefni eins og kítósan, kalkþörungana, kísilinn frá GeoSilica og fjallagrös. Öll þessi efni hafa staðfesta verkun með rannsóknum og við styrkjum blönduna með meltingarensýmum, C vítamíni, og snefilefnunum, sinki, króm og joði.

Stronger LIVER  inniheldur einnig fjögur íslensk gæðahráefni ss. kítósan, kalkþörungana, kísilinn frá GeoSilica og ætihvönn sem hefur verið notuð við meltingatruflunum frá örófi alda. Við styrkjum blönduna með kólín, mjólkurþistli og C vítamíni, sem einnig hafa þekkt áhrif til hins betra á meltinguna. Kólín hefur samþykkta heilsufullyrðingu frá Evrópsku matvælaöryggisstofnunni (EFSA) um að stuðla að eðlilegri starfsemi lifrar. 

 

 

 

Heimildir: 

[1]  Leonard, Maes. 5. desember 2011.  Mechanistic explanations how cell-mediated immune activation, inflammation and oxidative and nitrosative stress pathways and their sequels and concomitants play a role in the pathophysiology of unipolar depression. ScienceDirect.   Slóðin er: https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0149763411002120 

 

Leave a Reply