Skip to main content

 

 

Það er sannur heiður fyrir Eylíf að fá þetta eðalfólk til að vera í ráðgjafaráði Eylífar.  Öll hafa þau mikla reynslu af sölu, þróun og markaðsmálum bæði innanlands sem og erlendis. Það er dýrmæt reynsla sem nýtist Eylíf til framtíðar, bæði hér innanlands sem og erlendis, þegar sala hefst á vörum Eylífar á erlendum mörkuðum.

Þau sem eru í ráðgjafaráðinu eru frá vinstri:  

Jón Ingi Einarsson MBA, framkvæmdastjóri SRX hann hefur áratuga reynslu af sölu á matvörumarkaði innanlands

Elísabet Austmann MBA, þróunar- og markaðsstjóri hjá Högum, hún hefur áratuga reynslu af þróun, sölu og markaðsmálum af snyrtivörumarkaði, bæði innanlands og erlendis.

Ólöf Rún stofnandi Eylífar er í miðjunni, hún nýtur góðs af þeirra þekkingu og ráðgjöf.

Bára Einarsdóttir MBA, sjálfstætt starfandi ráðgjafi, hún hefur áratuga reynslu af sölu og markaðssetingum af lyfja- og heilsuvörumarkaði innanlands.

Hermann Kristjánsson, MSc., stofnandi Vaka, hann hefur áratuga reynslu af sölu og þróun á erlendum mörkuðum.

Leave a Reply