Skip to main content

 

 

Næringarfulltrúinn         

Ef staða næringarfulltrúa þíns væri auglýst og þú læsir starfslýsinguna, stæðist þú kröfurnar? Það er gaman að velta slíku fyrir sér, hvort við getum sagt í hreinskilni að við vitum hvaða næring er betri en önnur, hverskonar næring henti okkur og hvernig við getum nýtt hana til að fylla á tankinn.

Næring mikilvægur þáttur

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin bendir á að næring sé mikilvægur þáttur í heilsu og þroska og að vannæring í hvaða mynd sem er sé veruleg ógn við heilsu manna[1] Þessu erum við öll sammála en vitandi þetta bjóðum við kroppnum samt sem áður upp á ýmislegt sem hreinlega dregur úr orku og virkni. Vítamín-búskapurinn íslensku þjóðarinnar gæti verið betri sem aftur kemur niður á almennri heilsu.

Norrænu næringarráðleggingarnar

Í ár kom út skýrsla sem inniheldur nýjar ráðleggingar um næringu og mataræði – með áherslu á sjálfbærni.[2]  Þar kemur í ljós að tæplega helmingur þátttakenda var undir D-vítamín viðmiðum. Þegar íslenski hluti rannsóknarinnar er skoðaður kemur í ljós að neysla flestra vítamína og steinefna er yfir meðaltali af ráðlögðum dagskammti en undantekning á því er neysla á D-vítamíni,  B-vitamíni, joði og fólati.[3] Dregið hefur úr ýmissi neyslu eins og feitum fiski og grænmeti sem gerir það að verkum að þessi hlutfall þessara næringarefna minnkar.

Það er mismunandi hvað hentar hverjum

Það eru margar rannsóknir til um næringu og til hvers við nærumst, hvaða árangri við viljum ná. Á vef Standfordháskóla rákumst við til að mynda á niðurstöður rannsóknar um það hvort lágkolvetna matarræði eða matarræði með lágri fituprósentu  hentaði betur til að léttast. Niðurstaðan var að það hentaði ekki öllum það sama því þrátt fyrir að flestir sem tóku þátt í rannsókninni léttust á meðan hún stóð yfir þá kom berlega í ljós að það var mismunandi hvað hentaði hverjum.[4]

Góð samviska

Ef við höldum okkur við næringarfulltrúann, hvort við stæðist kröfurnar um starfið þá verður hver og einn að svara því fyrir sig en það væri áhugavert að gera rannsókn á þeirri þekkingu.

En það sem við getum sagt með góðri samvisku er að flestir geti nýtt sér vítamín og fæðubótaefni og ekki þörf á eins og kemur fram í íslenska hlutanum um Norrænu næringarráðleggingarnar. Með því móti styðjum við líkama okkar til heilbrigðis, bjóðum sjúkdómum birginn og veljum að vinna að eigin heilbrigði og velsæld til framtíðar.

Heilsan er dýmætust

Við hjá Eylíf segjum staðfastlega að heilsan sé dýrmætust og með því að veita henni athygli, taka  hana í eigin hendur, getum við fyrirbyggt marga sjúkdóma. Hugarfarið skiptir þar máli ásamt vali á lífsstíl, hvíld, svefni, hreyfingu og síðast en ekki síst næringu ásamt góðum vítamínum. Við hjá Eylíf bjóðum upp á hrein íslensk hráefni í okkar vörum, sem við styrkjun með vítamínum og steinefnum. Þar má nefna vinsælustu vöruna okkar Active JOINTS

Varan inniheldur kalkþöruna, smáþörunga, kísil og birkilauf. Við styrkjum blönduna með C og D vítamíni.

 

[1] https://www.who.int/health-topics/nutrition#tab=tab_1 (skoðað 22. október 2023)

[2] https://pub.norden.org/nord2023-003/nord2023-003.pdf (skoðað 22. október 2023)

[3] https://maturinnokkar.hi.is/wp-content/uploads/2022/03/Hvadbordaislendingar_vefur_endanlegt.pdf (skoðað 22. október 2023)

Útgefið á vegum Embættis landlæknis og Rannsóknastofu í næringarfræði við Heilbrigðisvísindastofnun. www.landlaeknir.is  www.maturinnokkar.hi.is.

[4] https://med.stanford.edu/nutrition/research/completed-studies/diet-study.html (skoðað 22. október 2023)