Sterkasti maður Íslands mælir með Eylíf

Ólöf Rún stofnandi Eylífar með Stefáni Torfasyni sterkasta manni Íslands 2021

Aflraunamaðurinn Stefán Torfason kynntist Happier GUTS og Active JOINTS bætiefnunum frá Eylíf í gegnum móður sína. Hann finnur mikinn mun á sér eftir að hann hóf að taka inn bætiefnin en sportinu fylgir mikið álag á líkamann.

Stefán er sterkasti maður Íslands árið 2021. Hann stundar stífar æfingar á hverjum degi og þegar hann er ekki að æfa er hann að hugsa um næstu æfingu hvernig hún geti verið sem best.

„Ég set rosalega mikið álag á hnén á mér, olnboga og mjaðmir í öllum þessum þungu lyftingum og barsmíðum sem maður er að setja líkamann á sér í gegnum. Ég finn mikinn mun á fótleggjunum á mér og olnbogum. Ég þjáðist mikið af bólgum sérstaklega í olnbogum og þær hafa minnkað alveg rosalega. Þetta er í raun að halda mér gangandi, ég get æft af miklum ákafa eftir að ég fór að taka Active JOINTS reglulega,“ segir Stefán.

„Það var móðir mín sem kynnti mig fyrir þessum bætiefnum frá Eylíf. Ég prófaði þau fyrst hjá henni, svo var ég í Krónunni einhvern tímann og sá þau og keypti þau þar. Ég hef ekki hætt að taka þau inn síðan. Mér finnst þau virka vel fyrir mig, mér finnst ég finna mun þegar ég er ekki að taka þau inn. Þetta kemur sér vel í þessu sporti sem ég er í.“

Stefán Torfason

Auk Active JOINTS tekur Stefán inn Happier GUTS sem hann segir einstakt efni fyrir mann eins og hann, sem þarf að borða rosalega mikið.

„Ég er að lyfta alls konar grjóti, keppa í réttstöðulyftu og draga vörubíla. Ég þarf að borða nánast 7000 kalóríur á dag. Það er ekki hollt fyrir þig til lengdar. Þú verður þrútinn og uppblásinn, þér getur verið bumbult allan daginn. En eftir að ég fót að taka inn Happier GUTS þá líður mér miklu betur í líkamanum. Það hefur svo mikil áhrif á svo margt þegar þú ert ekki svona þungur á þér og þér er ekki illt í maganum. Þú ert bara glaðari yfir daginn,“ útskýrir Stefán.

„Aflraunir eru mjög óheilbrigt sport fyrir líkmann en ég vil auðvitað stunda það á sem heilbrigðastan hátt. Þá verður maður að hugsa um allar hliðar næringarlega séð. Ef maður finnur einhver svona bætiefni sem hjálpa þá notar maður þau hiklaust.“

Stefán segist hiklaust með með Happier GUTS og Active JOINTS. „Þetta er ekki bara fyrir fólk eins og mig sem stundar lyftingar. Móðir mín hefur líka tekið þetta inn í dálítinn tíma og hún finnur mikinn mun á sér. Þetta er í raun fyrir alla.“ Hér má sjá kynninguna úr Fréttablaðinu þann 25.09.2021

Stefán Torfason