Skip to main content

 

 

Bólguhamlandi og trefjaríkur matur

Matarræði og áhrif þess á heilsu okkar og framgöngu hefur mikið verið rannsakað í gegnum árin. Allskyns tegundir af matarræði hafa verið greindar og ýmsar tískubólur fylgt í kjölfarið. Það sem okkur hjá Eylíf finnst áhugavert í þessari flóru eru rannsóknir sem fjalla um áhrif matarins á bólgur í líkamanum sem og áhrif trefjaríks matar á heilsuna. Við teljum grunninn að allri velgengni sé að hafa þarmana og ristilinn í lagi ásamt því að minnka bólgur hvers konar sem hljótast af lífsstíl og matarræði.

Í grein sem birtist á vef Harvard háskóla[1] kemur fram að bólgueyðandi matarræði sé kynnt sem lækning til að berjast gegn bólgum í likamanum en að sama skapi er bent á að bólgur séu í raun heilbrigð viðbrögð ónæmiskerfisins því þegar bakteríur, vírusar eða meiðsl verða þá virka ónæmisfrumurnar hratt og örugglega með bólgum meðan unnið er á þessum innrásarher.

En viðvarandi bólguástand er ekki eðlilegt fyrir líkamann sem getur valdið bæði óþægindum og sjúkdómum. Þess vegna er nauðsynlegt að huga að bólguhamlandi mataræði.

Þar kemur einnig fram að MIND mataræðið, sem er blendingur af DASH matarræði (ætluðu til að lækka blóðþrýsting) og Miðjarðarhafs matarræði (e. Mediterranean diets) , sé bólgueyðandi mataræði sem innihaldi heilkorn, grænmeti (sérstaklega grænar lauftegundir), ber, ólífuolíu, baunir, hnetur, fisk og alifugla, en takmarkar um leið steiktan skyndibita, smjör, ostur, sælgæti og rautt kjöt.

Rannsókn sem gerð var á tæplega fimm ára tímabili á tengslum MIND matarræðis og alzheimer sjúkdómsins hjá 923 einstaklingum á aldrinum 58 til 98 ára leiddi áhugavert í ljós. Þeir sem fylgdu mataræðinu hvað best sýndu 53% minnkaða tíðni sjúkdómsins, en jafnvel þeir sem fylgdu mataræðinu í meðallagi voru með 35% minni tíðni. [2]

Í annarri rannsókn er bent á mögulegan heilsufarslegan ávinning af notkun túrmeriks en það er talið hreinsa sindurefni (efni í mannslíkamanum sem ráðast á prótein, DNA, RNA og fitusýrur) og hafa þannig bólgueyðandi verkun á ristilinn til að mynda.[3]

Lykillinn að góðri heilsu er því einfaldlega í okkar höndum. Með því að gæta að matarræðinu og taka inn vítamín og fæðubótarefni getum við haft áhrif til góðs á allt líf okkar og heilsu. Vilji er allt sem þarf.

Eylíf bíður upp á kröftug vítamín til að styðja við þá sem vilja gæta að heilsu sinni. Happier GUTS og Stronger LIVER eru til að mynda þær vörur sem sérstaklega eru ætlaðar fyrir meltinguna ásamt því að hafa bólguhamlandi áhrif á líkamann.

Happier GUTS inniheldur fjögur íslensk gæðahráefni eins og kítósan, kalkþörungana, kísilinn frá GeoSilica og fjallagrös. Öll þessi efni hafa staðfesta verkun með rannsóknum og við styrkjum blönduna með meltingarensýmum, C vítamíni, og snefilefnunum, sinki, króm og joði.

Stronger LIVER inniheldur einnig fjögur íslensk gæðahráefni ss. kítósan, kalkþörungana, kísilinn frá GeoSilica og ætihvönn sem hefur verið notuð við meltingatruflunum frá örófi alda. Við styrkjum blönduna með kólín, mjólkurþistli og C vítamíni, sem einnig hafa þekkt áhrif til hins betra á meltinguna. Kólín hefur samþykkta heilsufullyrðingu frá Evrópsku matvælaöryggisstofnunni (EFSA) um að stuðla að eðlilegri starfsemi lifrar. 


[1] https://www.hsph.harvard.edu/nutritionsource/healthy-weight/diet-reviews/anti-inflammatory-diet/

[2] Morris MC, Tangney CC, Wang Y, Sacks FM, Bennett DA, Aggarwal NT. MIND diet associated with reduced incidence of Alzheimer’s disease. Alzheimer’s & Dementia. 2015 Sep 1;11(9):1007-14.

[3] Shusuke Toden, Arianne L. Theiss, Xuan Wang & Ajay Goel. Essential turmeric oils enhance the anti-inflammatory efficacy of curcumin in dextran sulfate sodium-induced colitis. 2017 April