Skip to main content

Við rákumst á áhugaverða rannsókn á dögunum sem fjallaði um þarmaflóru ungbarna og heilsufarsleg áhrif hennar eru frá fæðingu til fullorðins ára.[1]

Þar er bent á að lengd meðgöngu hafi áhrif á þarmaflóruna, að full meðganga sé talin vera mikilvægur þáttur í heilbrigðri þarmaflóru barnsins. Einnig hvort barnið fæðist í gegnum fæðingarveginn eða með keisaraskurði. Næring fyrstu mánaða barnsins var einnig rannsökuð, hvort um brjóstagjöf eða mjólkurduft væri að ræða ásamt því hvort barnið ætti systkini eða ekki. Þessi atriði eru öll talin hafa áhrif á þarmaflóru barnsins frá móðurkviði til þroska og þróun ónæmiskerfis þess.

Áhrif fæðingarinnar

Þegar barnið fer niður fæðingarveginn fær það bakteríur frá móðurinni sem eðlilega gerist ekki þegar um keisaraskurð er að ræða en í því tilfelli er talið að barnið náí sér í bakteríur af húð móðurinnar, starfsfólki og umhverfi spítalans.

Fæðingin er að mörgu leyti talin hafa mikil áhrif á þróun þarmaflóru barnsins á fyrstu mánuðum þess. Rannsóknin vekur athygli á að fæðingarháttur (fæðingarvegur eða keisari) geti hafi áhrif á heilsufar á fullorðinsárum en áhrif á samsetningu baktería í þarmaflóru minnkar eftir fyrstu æviárin sem undirstrikar mikilvægi bakteríuflóru barnsins frá fyrsta degi.

Systkina-áhrif

Athygli er vakin á hinum svokölluðu ,,systkina-áhrifum” og vitnað í tvær rannsóknir. Eina hollenska rannsókn sem sýndi mun á blöndu baktería í þarmaflóru einbirna og þeirra sem áttu systkina og aðra danska. Danir rannsökuðu þarmaflóru eins árgangs barna og komust að því að þarmaflóra þeirra sem áttu systkini var fjölbreyttari og bakteríu ríkari en hinna sem áttu engin systkini. Þar kom einnig fram að gæludýr á heimilinu höfðu ekki teljandi áhrif, því þau sem áttu gæludýr voru ekki með eins fjölbreytta þarmaflóru að jafnaði og þau sem áttu systkini.

Lengi býr að fyrstu gerð og það á svo sannarlega við um áhrif þarmaflórunnar frá móðurkviði til fullorðins ára. Það er því mikilvægt að gæta að þarmaflórunni frá fyrsta degi og fyrir konur sem ganga með barn eru geðheilir þarmar nauðsynlegir. Það er fátt jafn mikilvægt eins og að halda meltingunni og þarmaflórunni í góðu lagi því hún spilar lykilhlutverki í andlegri og líkamlegri heilsu. Þarmaflóran þróast með okkur í gegnum lífið og verður fyrir áhrifum frá umhverfi okkar. Það má því segja að hún sé eins og eitt stórt líffæri. Engin þarmaflóra er eins og önnur en hlutverk hennar er alltaf það sama; að viðhalda heilbrigði þarmanna og verja líkamann fyrir óvelkomnum örverum.

Íslensk gæðahráefni

Happier GUTS er okkar framlag til góðrar þarmaflóru. Heilbrigð melting er grunnurinn að góðri heilsu. Happier GUTS inniheldur fjögur íslensk gæðahráefni eins og kítósan, kalkþörunga, kísilinn frá GeoSilica og fjallagrös. Öll þessi efni hafa staðfesta verkun með rannsóknum og við styrkjum blönduna með meltingarensýmum, C vítamíni og snefilefnunum; sinki, joði og króm.


Heimildir:

[1] Milani, Duranti, Bottacini O.fl. 8.Des 2017. The First Microbial Colonizers of the Human Gut: Composition, Activities, and Health Implications of the Infant Gut Microbiota. Microbiology and Molecular Biology Reviews. Slóðin er:  https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pmc/articles/PMC5706746/  

Leyfilegar heilsufullyrðingar:

D vítamín stuðlar að viðhaldi eðlilegra beina og viðhaldi eðlilegrar vöðvastarfssemi. Kalsíum er nauðsynlegt fyrir viðhald eðlilegra beina og tanna. Magnesíum stuðlar að viðhaldi eðlilegra beina og tanna.  C vítamín stuðlar að eðlilegri myndun kollagens fyrir eðlilega starfsemi beina, brjósk, góma, tanna, húðar og æðastarfsemi.