Skip to main content

Aumir liðir

 

 

Við getum unnið að styrkingu stoðkerfisins með réttri samsetningu næringar og hreyfingar, þannig aukum við úthald, styrkjum bein, byggjum upp og vinnum að sterkari stoð undir okkur sjálf.

Liðamót, bein og beinagrindarvöðvar heyra einkum til stoðkerfisins og er okkur nauðsynlegt að halda því heilbrigðu og sveigjanlegu. Margar ástæður eru fyrir því að stoðkerfið veikist, sér í lagi þegar fólk eldist. Huga þarf vel að stoðkerfinu alla ævi með því að næra sig vel og stunda hreyfingu reglulega til að fyrirbyggja meðal annars bólgur og auma liði. Eitt af því sem er mjög mikilvægt þegar við eldumst, er að styrkja vöðva til að stuðla að sterkari beinum. Liðbrjóskið þjónar tilgangi höggdeyfis til að gera hreyfingar í liðunum mjúkar.  

Slitgigt getur til dæmis byrjað án einkenna við 15-30 ára aldur og er mjög algeng við 70 ára aldur. Helsta ástæða slitgigtar er að liðbrjósk minnkar með árunum og má rekja það til erfða, mikils álags á liðina ss. hjá keppnisíþróttafólki og mikil ofþyngd. Konur eru í meiri áhættu en karlar sérstaklega eftir breytingaskeiðið.[1]

Sömuleiðis getur liðagigt byrjað skyndilega en oftast kemur hún fram hægt og rólega yfir lengri tíma með verkjum, bólgum og stiðleika í liðum. Liðagigt er bólgusjúkdómur sem erfitt er að meðhöndla. Mörg lyf eru notuð við liðagigt en þau hafa öll miklar aukaverkanir. Við liðagigt hefur reynst vel að stunda æfingar við hæfi, ýmis böð og bakstra. Sjúkdómseinkennin eru liðverkir, eymsli, minnkuð hreyfigeta, vökvasöfnun og meiri liðbólga.[1]

Ekki er hægt að segja nákvæmlega til um þróun þessa sjúkdóma og það getur tekið langan tíma að finna réttu meðferðina, réttu lyfin sem þar að auki geta haft aukaverkanir á aukaverkanir ofan.

Viss næringarefni eru okkur enn fremur nauðsynleg í allri uppbyggingu og viðhaldi líkamans alls. Þannig hefur t.d. D-vítamín verið talið eitt af nauðsynlegum næringarefnunum til að viðhalda hraustum líkama. D-vítamín skortur er algengur á norðurhveli jarðar en við fáum hann úr sólarljósi og fæðu, einkum feitum fiski. Mjög mikilvægt er að við hugsum um okkar eigin heilsu þegar við eldumst, því það gerir okkur kleift að njóta eldri áranna mun betur, hraust og hress. 

Eitt af því sem læknavísindin tala um í sambandi við stoðkerfið er þyngd og ef snögg breyting verður á þyngd þinni er rétt að snúa þeirri þróun sem fyrst við með góðri næringu. Einföld aðferð til að sporna við þessari þróun hjá hverju og einu okkar, er að sneiða fram hjá sykri, öllum viðbættu sykri.

Dagleg hreyfing er nauðsynleg og gott er að huga að vítamín inntöku sem innihalda uppbyggjandi næringarefni með margra ára rannsóknir að baki sem hafa sýnt fram á að virki á bein, liða- og tannheilsu. 

Við höfum fengið frábær meðmæli með aðalvörunni okkar Active JOINTS frá viðskiptavini, sem hægt er að skoða hér. Hún hefur átt við gigt að stríða í gegnum árin og hefur Active JOINTS reynst henni vel. 

Heilsan er dýrmætust, þess vegna er það okkur nauðsynlegt að taka inn D-vítamín daglega og heilsuvörurnar frá Eylíf innihalda að sjálfsögðu D-vítamín ásamt íslensku kalkþörungunum og fleiri íslenskum gæðahráefnum. Tvö af hráefnum í Active JOINTS eru talin vera mjög bólguhamlandi, kalkþörungar og smáþörungarnir, svo er birkið talið vera mjög vatnslosandi. 

Rannsóknir á íslensku kalkþörungunum hafa leitt í ljós að þeir vinna að því að styrkja beinin, eru bólguhamlandi og vinna gegn beinþynningu.[2] Íslensku kalkþörungarnir eru svo magnaðir að þeir innihalda 74 stein- og snefilefni frá náttúrunnar hendi. Hægt er að skoða þá nánar hér

Heinildir:

[1] Magnús Jóhannsson. Almenningsfræðsla.Háskóli Íslands.Slóðin er: https://notendur.hi.is/magjoh/almfr/stod/stokerfi.htm

.[2] Murphy, Martin, Doolan O.fl. 19.mars 2014.The Marine-derived, Multi-mineral formula, AquaPT Reduces TNF-a Levels in Osteoarthritis Patients. Journal of Nutritional Health & Food Science Symbiosis. Slóðin er: https://www.eylif.is/wp-content/uploads/2019/11/20.-Murphy-et-al.-2014-JointInflammation.pdf 

Active JOINTS in winter on ice að vetri

Leave a Reply