Skip to main content

 

 

Hvað um mataræði, til að fyrirbyggja langvinna sjúkdóma? 

Á síðasta ári kom út skýrsla nefndar sem heilbrigðisráðherra setti á laggirnar um meðferðarúrræði langvinnra sjúkdóma ásamt því að kortleggja þær meðferðir sem eru í boði, hvar slík meðferð er veitt auk þess að gera tillögur að úrbótum.

Þessari nefnd var falið ærið verkefni og náði hún einungis að kortleggja þær meðferðir sem í boði eru og hvar, ásamt því að leggja til nokkur úrræði. En það sem kom á óvart við lestur skýrslunnar er að hvergi er minnst á mataræði, næringu, vítamín eða fleira sem gæti haft áhrif með snemmtækri íhlutun.

Verkjalyf, ópíóíða lyf o.þ.h. er að finna sem hluti af lausn vandans í bráðatilfellum en um þau lyf segir að það þurfi að gera átak í að fræða um þessi þau og viðhorfum til þeirra.

Nefndin leggur til aukna fræðslu og kennslu, að heilsugæslutengd endurhæfing verði sett á laggirnar og svo er sett upp mynd af framtíðarskipulagi heilbrigðisþjónustu vegna langvinnra verkja. Ein af styrktarstoðum framtíðarskipulagsins  eru sjúkraþjálfarar, einu fagaðilarnir fyrir utan heilbrigðisstarfsfólk sem heilsugæslustöðvar geta ávísað til.

Allt eru þetta góðar tillögur sem eiga við rök að styðjast og fögnum við allri slíkri viðleitni til að vinna á langvinnum sjúkdómum landans.

Í skýrslunni kemur líka fram að stór hluti einstaklinga með langvinna verki eru með verki af óljósum toga og þá þarf meðferðin vera heildræn en ekkert er fjallað frekar um hvað heildræn meðferð þýðir en við teljum hugarfar, matarræði og næringu sem hluta af slíkri meðferð.

Skýrslan bendir á að stoðkerfissjúkdómar séu mjög algeng orsök örorku á Íslandi en árið 2020 töldust um 20.000 einstaklingar eða um 17% allra Íslendinga öryrkjar.

Ástæður geta verið margar og verður ekki lagt neitt mat á slíkt en væri ekki gaman að taka alvöru heildræna meðferð á fólkið okkar snemma í ferlinu til að möguleikar þeirra séu meiri en minni við að ná bata með fjölbreyttum úrræðum?

Rætt er um í skýrslunni að byggja þurfi upp og þróa þverfagleg aðgengileg úrræði. Hafið og haftengd næring, hreyfing, hugarfar og hreysti gæti verið hluti af þessu aðgengilega úrræði eins og dæmin sýna og sanna.

Við mælum með að úrvinnsla nefnda af þessu tagi veiti náttúrunni líka athygli, ræði við fagfólk um það hvernig megi nýta hana þeim til handa sem eyja möguleika á bata í gegnum náttúruna. Það eru allskyns meðferðir, aðferðir, vítamín, fæðubótarefni við hendina sem vert er að gefa gaum.

Við höfum lagt okkur fram um að fræða fólk um mikilvægi mataræðis til að fyrirbyggja lífstílssjúkdóma og má lesa stuttar greinar um það hér á síðunni okkar.

Inni á Heilsuveru er hægt að lesa sig til um langvinna verki, þar er aðeins talað um forvarnir og mataræði.

Það var á þessum forsendum sem Eylíf varð til, að gefa okkur öllum tækifæri til að styrkja okkur og heila í gegnum náttúrulega og hreina næringu. Okkar framlag er agnarsmátt en það er hluti af menginu og við erum þakklát fyrir það tækifæri.

Hægt er að skoða skýrsluna í heild sinni hér.

Heimild:

  1. Langvinnir verkir, maí 2021, Stöðuskýrsla og tillögur starfshóps ráðherra. Stjórnarráð Íslands, Heilbrigðisráðuneytið.